Fleiri fréttir

Óður til kynlífs og hvöt gegn klámi

Sigríður Jónsdóttir, bóndi og kennari á Suðurlandi, sendi frá sér sína aðra ljóðabók í haust. Kanill er hispurslaust kver um holdsins lystisemdir.

Umbrot í máli og myndum

Ljósmyndabókin Ísland á umbrotatímum eftir Björn Erlingsson kom út á dögunum. Þar lýsir höfundurinn í máli og myndum þeim hræringum sem orðið hafa í íslensku samfélagi á liðnum misserum.

Tímaritin streyma út

Ný tölublöð fimm tímarita helguðum menningu og fræðum hafa komið út á undanförnum dögum: Tímarit Máls og menningar, Spássían, Stína, Skírnir og Saga.

Konur Steinunnar sækja alltaf í gröfina

Tvær bækur eftir Guðna Elísson prófessor komu nýverið út á vegum Háskólaútgáfunnar. Aðra þeirra, greinasafnið Hef ég verið hér áður, vann Guðni með eiginkonu sinni, Öldu Björk Valdimarsdóttur. Hún fjallar um höfundarverk Steinunnar Sigurðardóttur rithöfundar. Hin bókin er samansafn greina sem taka á samtímanum út frá ólíklegustu hliðum.

Steypa á DVD

Steypa, heimildarmynd um íslenska samtímalist eftir Ragnheiði Gestsdóttur og Markús Þór Andrésson, er komin út á mynddisk.

Endurminningin merlar æ

Hannes Pétursson skáld er áttræður í dag. Hann sendi jafnframt frá sér á dögunum bókina Jarðlag í tímanum, þar sem hann dregur upp minningarmyndir úr barnæsku sinni norður í Skagafirði. Bergsteinn Sigurðsson hitti skáldið að máli. Þetta eru svo sem engin sérstök tímamót í mínum huga,“ segir Hannes Pétursson skáld, sem er áttræður í dag. "Mér finnst ég betri til heilsunnar en ég var fyrir tíu til fimmtán árum, hausinn er í þokkalegu lagi þótt mér misheyrist stundum og missjáist eins og gengur og gerist með gamla karla. Að öðru leyti plagar mig ekkert og þetta er eins og hver annar dagur.“

Gleymdi aldrei sögunni

Listamaður og blaðamaður rekja slóð fjárglæframanna í London og á Íslandi í Samhengi hlutanna, nýrri skáldsögu eftir Sigrúnu Davíðsdóttur. Höfundurinn rekur tilurð sögunnar aftur til ársins 2006, áður en íslenska útrásin varð að efnahagshruni.

Norskur kór í Langholtskirkju

Norski kórinn Bærum Bachkor heldur tónleika í Langholtskirkju á föstudaginn klukkan 20. Ásamt kórnum kemur hljóðfærahópurinn "Norwegian Cornett & Sackbuts“ sem leika á blásturshljóðfæri frá endurreisnartímanum, meðal annars zink og básúnur. Á efnisskránni eru verk eftir Michael Prätorius, Heinrich Schütz, Giovanni Gabrieli og fleiri.

Jarðskjálfti í Nemendaleikhúsinu

Jarðskjálfti eftir London, sem Nemendaleikhúsið sýnir í Smiðjunni, er spánnýtt verk eftir breska leikskáldið Mike Bartlett. Það var frumsýnt í National Theater í London í fyrra við góðar undirtektir. Sögð er saga af snörpum hræringum í lífi þriggja systra sem reyna af öllum mætti að bjarga sér og sínum úr hamförum og framförum nútímans á meðan faðir þeirra, heimsfrægur vísindamaður, boðar heimsendi. Tónlist, dansi og myndbandsverkum er fléttað saman í sýningunni.

Sjá næstu 50 fréttir