Fleiri fréttir

Apar í Örfirisey

Sumarið 1947 var sett upp dýrasýning í Örfirisey. Aðalaðdráttarafl sýningarinnar voru tíu apakettir sem fengnir voru að láni frá dýragarðinum í Edinborg og tveir sæljónsungar sem komu frá sædýrasafni í Kaliforníu.

Kröftug verk úr katalónskum pappír

Gunnar Kr. Jónasson myndlistarmaður leikur sér með spennuna milli mýktar pappírs og grjótharðra forma á sýningu sem opnuð er í Listasafni Akureyrar í dag.

Með menningarhús í hlöðu í bakgarðinum

Listaspírurnar Þórhildur Örvarsdóttir og Skúli Gautason eru alltaf með mörg járn í eldinum. Hilda er á kafi í upptökum og Skúli er að ljúka annasömu sumri í hvalaskoðunarfyrirtæki. Í garðinum sínum hafa þau útbúið hlöðu sem menningarhús.

Spenntur fyrir alls konar vitleysu

Benni Hemm Hemm gefur samhliða út ljóðabók og nýja plötu þar sem hann leikur sér með stigið þar sem tónlistarmaðurinn kann lögin sín kannski ekki alveg utan að og spennuna sem því fylgir.

Fimm kíló af garni sem segja sögu

Ýr Jóhannsdóttir opnar sína fyrstu einkasýningu 1. september. Þar sýnir hún ellefu peysur úr afgangsgarni. Sé peysunum raðað rétt upp segja þær heildstæða sögu um fortíð sína.

Ekki endilega söngleikur Reykjavíkurdætra

Reykjavíkurdætur vinna þessa dagana að sýningu fyrir Borgarleikhúsið sem mun verða frumsýnd í maí á næsta ári. Hvað þessi sýning á nákvæmlega að vera er ekki alveg víst á þessum tímapunkti og hún gæti þess vegna endað sem söngleikur, en samt ekki.

Sýningin er óður til Skólavörðuholtsins

Ef þú bara vissir er sýning með um 50 þátttakendum sem fram fer utan dyra í grennd við Skólavörðuholtið á laugardaginn. Mæting er heima hjá leikstjóranum, Magneu Björk Valdimarsdóttur, á Vitastíg 14.

Vinkonur halda upp á afmælið sitt saman

Anna Gréta Sigurðardóttir og Stína Ágústsdóttir halda tónleika ásamt gestaspilurum á sameiginlegu afmæli sínu í kvöld. Á dagskrá verða einungis þeirra uppáhaldslög.

Textíliðnaðurinn er sá mengaðasti

Halla Hákonardóttir fatahönnuður hannar sína eigin línu undir formerkjum „slow fashion“. Nýlega opnaði hún heimasíðuna www.hallazero.com þar sem gefst tækifæri til að fylgjast með hönnunarferlinu.

Erfitt að vera með hjartað á tveimur stöðum

Hún heitir Ösp eftir öspunum í garðinum á Tjörn í Svarfaðardal. Starfar sem söngkona í London og er að gefa út plötu með eigin efni bæði á vínyl og asparskífum úr garðinum heima. Tales from a Poplar Tree, heitir platan.

Börn í sýningarkössum

Þann 10. október 1990 kom fimmtán ára gömul stúlka á fund bandarískrar þingnefndar. Hún hét Nayirah, en eftirnafn hennar var látið liggja á milli hluta af ástæðum sem síðar komu í ljós. Sagan sem hún hafði að segja var áhrifarík og vakti gríðarlega athygli.

Ég er hvítur miðaldra karl að tala um sársauka

Alinn upp í leikhúsi og í nánd við íslenska listamenn fann Ragnar Kjartansson sitt listræna frelsi í myndlistinni. Í dag er hann stjarna í heimi alþjóðlegrar myndlistar með yfirlits­sýningu á Barbican sem hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda frá virtustu miðlum veraldar.

Málar mynstur gamalla útskurðargripa

Sæunn Þorsteinsdóttir myndlistarkona opnar sýninguna Mynstur í Sögusetrinu á Hvolsvelli á morgun. Útskurðarmunir í Skógasafni urðu henni innblástur að sumum verkanna.

Sterkari vegna upprunans

María Thelma Smáradóttir er íslensk-taílensk og nýútskrifuð leikkona frá Listaháskóla Íslands. Hún segir menningararfinn vera sinn styrk og vinnur með hann í list sinni. Tækifærum Íslendinga af erlendum uppruna sé að fjölga.

Einstakt þorp þar sem tíminn hefur staldrað við

Grjótaþorp – Hjarta Reykjavíkur er yfirskrift opnunarhátíðar Menningarnætur í ár en þau Sverrir Guðjónsson og Jóna Þorvaldsdóttir hafa lengi unnið að undirbúningi þessa fjölbreytta listviðburðar.

Sumar myndirnar eru teknar á súpudaginn

Sérstæðar mannlífsmyndir af hátíðum í Reykjavík verða á sýningunni Samfelld augnablik sem María K. Steinsson ljósmyndari heldur á efri hæðum Iðnó á Menningarnótt næsta laugardag. Þar þekkist enginn.

Allir geta sameinast í tónlistinni

Sölvi Kolbeinsson saxófónleikari er einn af ungu og efnilegu djassleikurunum í Camus kvartett sem gera stórvirki meistaranna að sínum á tónleikum í Norræna húsinu í kvöld.

Kvikmyndir á borð við þessa eru svo mikilvægar

Í vikunni frumsýnir Bíó Paradís kvikmyndina VIVA sem fjallar um átök ungs manns við að koma út sem dragdrottning á Kúbu í samfélagi þar sem feðraveldið er sterkara en við þekkjum í íslenskum veruleika.

Íslensk list prýðir hótel í Ríó

Verk íslensku listakonunnar Kristjönu S. Williams prýða Hótel Belmond Copacabana í Ríó í tilefni af Ólympíuleikunum. Þetta eru myndbandsverk sem varpað er á framhlið hússins, gluggalistaverk á bakhliðinni og vegglistaverk innandyra.

Leitar að ójárnaðri bikkju sem er komin á lífeyri

Umbúðalaust gjörningakvöld er yfirskriftin á skemmtilegum viðburði sem er hluti af líflegu og litríku Listasumri á Akureyri. Þar leiðir Heiðdís Hólm Guðmundsdóttir saman þrjá ólíka gjörningalistamenn.

Þetta er svona okkar partímúsík

Jazzhátíð Reykjavíkur nær fullri ferð um helgina og lýkur á sunnudag. Á meðal flytjenda eru tvær sveitir tveggja snjallra bassaleikara og ýmsir fleiri.

Tímalög sem pensilfarið skráir

Verkum listmálaranna Karls Kvaran (1924-1989) og Erlu Þórarinsdóttur er teflt saman á sýningunni Tímalög sem hefst í Listasafni Árnesinga í Hveragerði á morgun. Aðalheiður Valgeirsdóttir og Aldís Arnardóttir völdu verkin á sýninguna.

Erum algerlega á sömu bylgjulengd

Þau komust bæði á topp tíu listann í Idol stjörnuleit fyrir átta árum, Helgi Rafn tónskáld og Rannveig Káradóttir söngkona. Þau eru nú bestu vinir og bæði að gefa út diska, hann Castle in Air og hún Krot.

Verk um íslenska hvunndagshetju

Nýtt íslenskt leikverk verður frumsýnt í Tjarnarbíói 10. september næstkomandi. Verkið heitir Sóley Rós ræstitæknir, og er unnið af Maríu Reyndal og Sólveigu Guðmundsdóttur, sem einnig leikur aðalhlutverkið, æfingar á verkinu hefjast

Finnur leiðina út í Goya en ekki hjá Mikka mús

Act Alone-leiklistarhátíðin á Suðureyri hefst á morgun en á laugardaginn frumsýnir Stefán Hallur Stefáns­son spennandi einleik þar sem maður leggur á flótta burt frá nútímasamfélagi.

Vísanir í listasögu heimsins

Endurbætur á húsi og listaverkum Samúels í Selárdal í Arnarfirði ganga vel. Margir leggja hönd á plóg og fé í söfnunarbauk á staðnum að sögn Ólafs Engilbertssonar.

Mannlífið í fyrirrúmi

Líflegar myndir úr miðborginni einkenna sýninguna Stræti sem Þrándur Þórarinsson myndlistarmaður opnar í Port verkefnarými að Laugavegi 23b í dag. Fríríkið Kristjanía kemur þar líka aðeins við sögu.

Hér fæ ég að vera skaparinn og ráða lífi og dauða

Unnur Birna Karlsdóttir er doktor í sagnfræði sem rannsakar sögu hreindýra á Íslandi en auk þess sendi hún nýverið frá sér sína aðra skáldsögu og þar fær hún að ráða framgangi sögunnar ein og alvöld.

Fá lofsamlega dóma í New York Times

Gunnar Karl Gíslason matreiðslumaður flutti í byrjun árs til New York til þess að opna veitingarstaðinn Agern ásamt hinum danska frumkvöðli og sjónvarpsmanni Claus Meyer.

Klámvædd poppmenning

Elísabet Birta Sveinsdóttir sýnir verkið Köld nánd í kvöld. Verkið segir hún endurspegla áhrifavaldinn sjálfan, uppgötvun og þær afleiðingar sem tónlistarheimurinn hefur.

Passaði ekki í hópinn

Heiðrik á Heygum, eða Heiðríkur, gefur út plötuna Funeral 1. september. Platan er samansafn af lögum sem hann samdi þegar erfiðleikar komu upp í hinu afskekkta og íhaldssama samfélagi Færeyja.

Flæðandi teikningar á stórum skala

Fjöllistaverkefnið Sumarryk/Summer Dust verður formlega opnað í Verksmiðjunni á Hjalteyri 6. ágúst. Stígandi verður í verkefninu til 27. þegar endapunktur verður settur.

Sjá næstu 50 fréttir