Sæunn er uppalin í Skógum undir Eyjafjöllum og segir sum af málverkunum unnin eftir skissum sem hún gerði á safninu þar. „Ég hef alltaf verið heilluð af fortíðinni og því hvernig hún fléttast saman við samtímann og vísar veg til framtíðar,“ segir hún. Hún finnur líka gömlum íslenskum landshlutakortum og vörulistum ný hlutverk með því að brjóta pappírinn í origami-form og raða saman í hringmynstur.

„Aðalvandinn undanfarnar vikur var að selja ekki of mikið svo ég hefði eitthvað til að sýna,“ segir hún glaðlega.
Sýningin í Sögusetrinu stendur til 15. september milli klukkan 9 og 18.
Greinin birtist fyrst 20. ágúst 2016.