Fleiri fréttir

Sólgleraugu fyrir sálina

Á morgun verður bannað að reykja á öllum veitingastöðum landsins, jafnt á Hótel Holti sem á Rökkurbarnum. Bretar eru farnir að merkja áfengisflöskur með miðum frá hinu opinbera. Þar kemur fram hversu stórra skammta af viðkomandi áfengistegund ríkið telur ásættanlegt að neyta á dag. Þessar merkingar koma örugglega hingað fljótlega.

Rétta andlitið

Fyrir alþingiskosningarnar virtist sem stjórnmálamönnum þætti öruggt að atkvæðin skiluðu sér ef börnum væntanlegra kjósenda væri boðið upp á andlitsmálningu. Að minnsta kosti sá ég ekki betur en að þetta föndur væri auglýst á næstum hverri einustu fjölskylduskemmtun sem flokkarnir buðu upp á í kosningabaráttunni.

Góðir grannar

Sums staðar er samkennd nágranna mikil og félagslíf og dagleg samskipti þeirra á milli í miklum blóma. Annars staðar veit fólk varla af nágrönnum sínum og vill hafa það þannig. Svo getur þetta breyst. Núna virðist mér til dæmis að samvitund og samstaða íbúa við Njálsgötuna á milli Barónsstígs og Snorrabrautar sé talsvert meiri en hún var árin sem ég bjó á efstu hæðinni á Njálsgötu 74, húsi sem fyrirhugað er að gera að athvarfi fyrir heimilislausa.

25 ríkustu

Samkvæmt úttekt vikublaðsins Sirkuss í gær eiga 25 ríkustu Íslendingarnir einhverja eitt þúsund og þrjú hundruð milljarða í alls konar verðbréfum, eignarhlutum, reiðufé og guð má vita hvað út um allar jarðir og ekkert nema gott um það að segja.

Glerbrot í vegginn, takk

Þegar fjölskylda mín var búsett um tíma á Spáni bjuggum við í sex hæða húsi með flötu þaki þar sem var hægt að hengja upp blautan þvott og liggja í sólbaði. Í húsinu fast við okkar var staðsett nunnuklaustur.

Hverfulleikinn á biðstofunni

Á læknabiðstofum kemur yfir mann nagandi tilfinningin um fallvaltleika lífsins. Ekki það að maður eigi endilega von á slæmum tíðindum hjá lækninum heldur eru það gömlu glansblöðin sem þarna liggja í hrúgum sem minna á þá einföldu staðareynd að það sem skiptir öllu máli í dag skiptir engu máli á morgun.

Á ég að gæta systur minnar?

Systir mín hefur staðið í ströngu í samskiptum sínum við Tryggingastofnun undanfarin misseri. Fyrir aldarfjórðungi þurfti að fjarlægja skjaldkirtil hennar en fyrir mistök voru kalkkirtlarnir teknir líka. Eftir það er ekki nóg að drekka tvö mjólkurglös á dag.

Eru mathákar verri en barna­níðingar?

Mikið þóttu mér fyndin heitin sem fjölmiðlafólk fann upp á þegar það fjallaði um manninn sem stundaði að borða á veitingastöðum án þess að borga. Raðsælkeri og raðafæta voru meðal þeirra orða sem voru notuð til að lýsa brotamanninum og hefur flestum líklega verið hlátur í hug þegar þeir lásu fréttirnar.

Stjórn heilbrigðrar skynsemi

Nýja ríkisstjórn Frakklands skipa 15 ráðherrar. Frakkar eru um 64 milljónir talsins þannig að kostnaður við hvert ráðuneyti er borinn upp af rúmlega 4 milljónum landsmanna. Í síðustu ríkisstjórn Íslands sátu 12 ráðherrar.

Biljónsdagbók 20.5

OMXI15 var 7.981,15 á fimmtudagsmorgun, þegar ég pantaði fjórar heilsíður í blöðunum, og Dow Jones stóð í 13.468,03 þegar Geir og Imba Sól opinberuðu leynilega trúlofun sína og ég varð að afpanta þessar auglýsingar.

Flókið kerfi

Ég verð að segja, að á kosningavökunni um liðna helgi og í kjölfar hennar, hvarflaði að mér nokkrum sinnum að íslenska kosningakerfið væri svo flókið og illskiljanlegt að líklega hefði horft til verulegra vandræða ef stærðfræðingarnir sem sömdu það hefðu ekki verið á landinu þegar kosið var.

Sæt er lykt...

Ein hressilegasta viðbótin við þingheim er klárlega framsóknarmaðurinn og orðhákurinn Bjarni Harðarson. Daginn eftir kosningar mætti þessi „óforbetranlegi fornaldardýrkandi“, eins og Bjarni lýsir sér, í myndver hjá Agli Helgasyni.

Lúxusblogg

Eins og allir vita er komin upp lítil en vaxandi stétt ríkra karla á Íslandi. Þessir menn geta með peningunum sínum gert alls konar skemmtilega hluti sem við hinir ræflarnir getum ekki, til dæmis keypt grónar bújarðir og breytt í frístundajarðir, fengið hallærislega en rándýra poppara til að spila í afmælunum sínum eða boðið ruglverð í gömul málverk – upp á flippið.

Risessa tryllir borgarbúa

Ekki man ég eftir viðlíka stemningu í höfuðborginni og þegar grænklædda risessan leið um stræti og torg með föður sinn í eftirdragi. Mikið var gaman. Svona á Listahátíð í Reykjavík að vera. Hún á nefnilega ekki aðeins að fara fram í tónleikasölum eða leikhúsum heldur teygja sig um götur borgarinnar og sinna börnunum ekki síður en þeim fullorðnu.

Fögur er flugstöðin

Það er engin tilviljun að hvergi í alheiminum er líkingin, fallegur eins og flugstöð, til. Væri Dante upp nú á tímum væri einn hringja helvítis í vítisljóðum hans líkust risavaxinni flugstöð. Reikandi sálir, með þunga pinkla í eftirdragi vafra þar um vegvilltar og svefnvana.

Eftir væntingarnar!

Ætlaði að horfa á kosningasjónvarpið á Stöð 2. Sá að Hannes Hólmsteinn var mættur þar. Strikaði hann út og stillti á RUV ohf. Þar var allt huggulega retró. Á kosninganótt er Ólafur Þ. Harðarson meira virði en tíu ára framfarir í tölvugrafík. Skemmtiatriðin voru: Stressuð viðtöl við stjórnmálamenn, skopstæling á lélegri kúrekahljómsveit og skopmyndateiknari. Ekkert bruðl!

Sögur fyrir sálarlífið

Í aðdraganda kosninga fer allt þjóðfélagið að klæja í görnina um að tjá sig. Dagblöðin eru vinsæll vettvangur skoðanaskipta en hafa yfirleitt ekki undan að birta aðsendar greinar. Það leysti netvæðing þeirra á þægilegan hátt.

Harmóníku-fólkið

Ég er enginn rasisti en sígaunar eru algjör úrhrök; þjófóttir, lygnir, undirförlir og hreinlega sori jarðar! Við eigum hikstalaust að reka þetta jafnóðum úr landi!

Jöfn og frjáls

Fyrir sekúndubroti af jarðlífssögunni höfðu konur ekki kosningarétt og stuttu áður aðeins fáeinir framámenn. Lýðræðið er þannig ekki náttúrulögmál, heldur viðkvæm áunnin réttindi, seinleg í framkvæmd, kostnaðarsöm og oft ósanngjörn fyrir marga. Allskyns gallar skjóta upp kollinum, til dæmis þegar ponsulítill flokkur kemst sífellt í oddaaðstöðu og fær völd langt umfram umboð.

Þaulæfður kosningaréttur

Ég man vel eftir langömmu minni. Hún var falleg gömul kona sem gekk í stórrósóttum kjólum og mundi vel eftir því þegar hún sá gúmmístígvél í fyrsta sinn. Þegar hún var unglingur höfðu konur ekki kosningarétt. Það höfðu vinnumenn, snauðir bændur og þurrabúðarmenn ekki heldur. Fólk hafði misjafna sýn á lýðræðið þá og nú.

Glasapússarar og kosningaspá

Ég gladdist mjög og fylltist nýrri trú á stjórnmálamenn þegar ég frétti að ráðherra hefði lagt pólitíska framtíð sína í hættu við að hjálpa erlendri skólastúlku um flýtiafgreiðslu á ríkisborgara­rétti. Svona eiga stjórnmálamenn að vera.

Biljónsdagbók 6.5

OMXI15 var 7.754,73, þegar ég kom á hluthafafund í Sjálfsmínbanka, og Nasdaq sleikti 2.525,07 þegar við Hámi höfðum skipt um stjórn þremur mínútum síðar. Gosi í Follíkóla, bróðir Mallíar, er orðinn stjórnarformaður.

Metin okkar

Íslendingar hafa alltaf verið metnaðarfull þjóð og við höfum alltaf verið ákaflega stolt af okkar afrekum, litlum sem stórum. Leifur fann Ameríku (og skilaði henni reyndar aftur ónotaðri), Jón Páll var sterkastur, Linda Pé, Hófí og Unnur Bé rúlluðu upp fegurðarsamkeppnunum, handboltalandsliðið varð heimsmeistari - að vísu í B-keppni, en það er sama—og Bridge-landsliðið landaði Bermúdaskálinni með slíkum glans að þjóðin varð gripin bridgeæði um langa hríð á eftir allt niður í grunnskóla og leikskóladeildir.

Übermensch

Þegar nýráðinn forstjóri Glitnis var kynntur til leiks á mánudag fékk ég sem snöggvast á tilfinninguna að vísindamenn hefðu náð jafn merkilegum áfanga og þegar kindin Dolly var klónuð. Svo virtist sem maður hefði verið soðinn saman úr því besta frá Kristjáni Pálssyni, fyrrverandi alþingismanni, og líkamsræktarfrömuðinum Gillzenegger.

Atkvæði

Það er viðtekin venja að hreyta ónotum í krakka og skamma þá undir drep, en sem fullorðinn fær maður sjaldan að heyra’ða. Ég gæti til dæmis gengið inn í hvaða garð sem er og þóst vera að leita að einhverju og yrði ekki rekinn í burtu með óbótaskömmum eins og ef ég væri krakki. Það er helst eftir að maður gifti sig að maður fór að heyra’ða á ný.

Hrópandinn í reiðimörkinni

Á laugardaginn stóð í Fréttablaðinu að kominn væri út bókaflokkur undir dulnefni. Sagt var að um „hálfgerðar sjoppubókmenntir" væri að ræða og nokkrir hugsanlegir höfundar nefndir. Þó var talið líklegast að ég væri sá rétti „í ljósi þess að svipaða sýn á fjölmiðla má finna í síðustu skáldsögu hennar".

Í rjómatertukjól undir pálmatré

Fáar ef nokkrar afhafnir ástfanginna para eru jafn hallærislegar og giftingar. Það var ekki hægt að sannfærast um annað en sannindi þessarar fullyrðingar hér um árið, þegar brúðkaups-tryllingur skók landann og enginn gat gengið í hjónaband með sæmd nema því væri sjónvarpað á frístöð.

Sjá næstu 50 greinar