Fleiri fréttir Mikilvægast að spenna bogann ekki of hátt við lántöku Hagfræðingur segir ólíklegt að verðbólga hjaðni á næstunni, þótt hægja muni á henni. Vaxtabyrði óverðtryggða húsnæðislána hafi aukist verulega vegna vaxtahækkana að undanförnu og fólk verði að varast að spenna bogann of hátt. 30.6.2022 22:00 Sjö ráðin til indó Íslenski sparisjóðurinn indó hefur ráðið sjö nýja starfsmenn, þau Hjördísi Elsu Ásgeirsdóttur, EInar Björgvin Eiðsson, Stefaníu Sch. Thorsteinsson, Lilju Kristínu Birgisdóttur, Söru Mildred Harðardóttur, Hermann Guðmundsson og Valgerði Kristinsdóttur. 30.6.2022 15:54 Vill sjá heimild til að lengja í lánum til að létta greiðslubyrðina Formaður Starfsgreinasambandsins segir að heimild þurfi til að lengja í óverðtryggðum lánum til að létta greiðslubyrði þeirra í upphafi lánstímans. Óverðtryggðum lánum fjölgaði mikið í faraldrinum, en greiðslubyrði hefur aukist vegna vaxtahækkana að undanförnu. 30.6.2022 14:01 Guðlaug færir sig frá Flugfreyjufélaginu til Icelandair Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður FFÍ, hefur óskað eftir lausn frá störfum sem formaður félagsins. Hún greindi frá þessu í færslu á lokuðum Facebook-hópi flugfreyja. Ástæðan að baki ákvörðuninni er að hún tekur við störfum sem deildarstjóri launadeildar Icelandair í september. 30.6.2022 13:04 Margir sagðir vilja í stjórn Festi Allt að þrjátíu eru sagðir hafa áhuga á því að taka sæti í stjórn Festi. Ný stjórn verður kosin á aukahluthafafundi þann 14. júlí næstkomandi. 30.6.2022 10:15 Ná þrjátíu megavöttum með betri nýtingu á varma Reykjanesvirkjunar Mestu virkjanaframkvæmdir landsins um þessar mundir standa yfir á Reykjanesi en þar er verið að stækka jarðgufuvirkjun HS Orku um þrjátíu megavött. Ekki þarf þó að borar nýjar holur á svæðinu til orkuöflunar heldur er ætlunin að nýta betur þann jarðvarma sem þegar er til staðar. 29.6.2022 22:22 „Við þessar aðstæður þurfa stjórnvöld að fara að stjórna“ Verðbólga hefur ekki mælst meiri síðan haustið 2009, og spár benda til þess að hún hækki enn frekar. Formaður fjárlaganefndar Alþingis segir að vel sé fylgst með stöðunni en þingmaður stjórnarandstöðunnar telur að grípa þurfi til aðgerða áður en það verður of seint. 29.6.2022 22:00 Gróa nýr forstöðumaður þjónustuvers Landsbankans Gróa Helga Eggertsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður þjónustuvers Landsbankans. Fyrir starfaði hún sem forstöðumaður hjá tækniþjónustu Nova. 29.6.2022 17:22 Kolbrúnu sagt upp störfum á Fréttablaðinu Kolbrúnu Bergþórsdóttur hefur verið sagt upp störfum á Fréttablaðinu. Hún segir það ekki hafa komið sér sérstaklega á óvart. 29.6.2022 16:23 Þrítugasta og sjötta mótið hefst í dag Einn umfangsmesti íþróttaviðburður landsins, N1 mótið í knattspyrnu, hefst á Akureyri í dag, miðvikudaginn 29. júní og stendur mótið til laugardagsins 2. júlí. 29.6.2022 14:12 Nótt tekur við Grænvangi Nótt Thorberg hefur verið ráðin forstöðumaður Grænvangs. Hún hefur að undanförnu starfað sem forstöðumaður vara og viðskiptahollustu hjá Icelandair. 29.6.2022 13:17 Spá því að verðbólgan nálgist tíu prósent í næsta mánuði Landsbankinn reiknar með að ársverðbólga mælist 9,5 prósent í næsta mánuði, en fari svo hjaðnandi eftir það. 29.6.2022 13:01 „Ekkert hægt að koma í veg fyrir þessa þróun“ Heimkaup opnuðu í dag fyrir sölu á áfengi á vefsíðu sinni. Forstjóri Heimkaupa segir þetta mikil tímamót. Nú sé í fyrsta skipti á Íslandi hægt að versla sér mat og áfengi á sama stað líkt og annars staðar í Evrópu. 29.6.2022 13:01 Heimkaup hefja áfengissölu í heimsendingu Vefverslunin Heimkaup hefur bæst í flóru þeirra fyrirtækja sem selja áfengi yfir netið hér á landi. Verðlagning er svipuð og í ÁTVR. 29.6.2022 11:18 Gefast upp á erfiðum markaðsaðstæðum og selja bruggverksmiðju Eigendur brugghússins Steðja hafa ákveðið að selja allar sínar bruggræjur og hætta starfsemi sinni. Annar eigandinn segir að greiða þurfi fyrir að koma áfengi í hillur ÁTVR. 29.6.2022 10:40 KKÍ og Ölgerðin endurnýja samstarf KKÍ og Ölgerðin hafa endurnýjað sitt góða samstarf með undirritun á nýjum samningi en Ölgerðin og vörumerkið Kristall hefur verið góður samstarfsaðili KKÍ undanfarin ár. 29.6.2022 09:53 Verðbólga mælist 8,8 prósent Verðbólga síðustu tólf mánuði mælist nú 8,8 prósent samkvæmt neysluvísitölu Hagstofu Íslands. Verðbólga hefur ekki verið eins mikil á Íslandi frá því á haustmánuðum 2009. 29.6.2022 09:09 Það þarf ekki að vera vandræðalegt að roðna Við höfum öll einhvern tíma roðnað. Sumir roðna oftar en aðrir og já, það koma augnablik þar sem okkur finnst við hreinlega roðna niður í tær. 29.6.2022 07:00 Arion banki fyrstur til að hækka vexti Á morgun munu inn- og útlánavextir hjá Arion banka hækka í kjölfar stýrivaxtahækkunar Seðlabanka Íslands. Breytingarnar ná til óverðtryggða íbúðalána, kjörvaxta, bílalána og innlána. Íslandsbanki hefur einnig boðað hækkanir þann 1. júlí næstkomandi. 28.6.2022 22:24 Efla hlýtur Útflutningsverðlaun forseta Íslands og Víkingur Heiðar heiðraður Verkfræðistofan Efla hlaut í dag Útflutningsverðlaun forseta Íslands 2022 og við sama tilefni var Víkingur Heiðar Ólafsson, píanóleikari, heiðraður fyrir störf sín á erlendri grund. Tilgangur verðlaunanna er að vekja athygli á mikilvægi alþjóðlegra viðskipta og heiðra þá sem gengur vel að markaðssetja og selja íslenskar vörur. 28.6.2022 16:06 Loksins Landsmót - hófadynur á Rangárbökkum Landsmót hestamanna verður haldið dagana 3. til 10. júlí á Rangárbökkum við Hellu. „Loksins,“ segja margir þar sem Landsmótið fór síðast fram 2018. Nú verður öllu til tjaldað og býst Magnús Benediktsson, framkvæmdastjóri hins langþráða Landsmóts við frábærri mætingu. 28.6.2022 13:22 Segja óboðlegt fyrir Norður- og Austurland ef strandveiðar stöðvast í næsta mánuði Formenn þriggja samtaka smábátaeigenda á svæðum norðanlands og austan skora á Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra að tryggja strandveiðar til ágústloka þannig að jafnræðis sé gætt milli landshluta. Núna sé ljóst að ætlaðar veiðiheimildir muni ekki duga til að tryggja strandveiðisjómönnum 48 veiðidaga í fulla fjóra mánuði, 12 daga í hverjum, eins og þeir segja að markmiðið hafi verið með síðustu breytingum á veiðikerfinu. 28.6.2022 12:35 Guðný úr mjólkinni í leikhúsið Borgarleikhúsið hefur ráðið Guðnýju Steinsdóttur til starfa sem markaðsstjóra. 28.6.2022 10:49 Starfsmannafjöldinn meira en þrefaldast á tíu árum „Það er mikið um að vera í íslensku atvinnulífi í dag. Við þjónustum fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum á sviði endurskoðunar, ársreikningsgerðar, skattaráðgjafar, bókhalds og almennrar fjármála- og fyrirtækjaráðgjafar. Áhugi fyrir fjárfestingum er mikill bæði hjá innlendum og erlendum aðilum og höfum við umsjón með kaupum og sölu og önnumst ráðgjöf,“ segir Davíð Búi Halldórsson, framkvæmdastjóri og hluthafi í endurskoðunarfyrirtækinu Enor ehf. 28.6.2022 08:51 Mun tífalda föngun og förgun koltvísýrings á Hellisheiði Framkvæmdir við Mammoth, nýju lofthreinsiveri Climeworks á Hellisheiði, eru hafnar og er áætlað að verið muni tífalda núverandi afköst föngunar og förgunar á koltvísýringi úr andrúmsloft á svæðinu. 28.6.2022 07:59 Bruggarar sjá fram á tafir: „En þessi dagsetning verður alltaf í minnum höfð“ Ólíklegt er að brugghús geti hafið sölu á áfengi út úr húsi strax og ný áfengislög taka gildi næsta föstudag. Bruggarar eru að minnsta kosti ekki bjartsýnir á að það verði enda þurfa þeir að fara í gegn um langt umsóknarkerfi hjá sýslumanni og sveitarfélögum til að mega hefja sölu. Dómsmálaráðherra vonast þó til að málunum verði veitt flýtimeðferð í stjórnkerfinu. 27.6.2022 21:30 Byrja að nota stærstu farþegaþotur heims á ný Flugfélagið Lufthansa hyggst byrja að nota Airbus A380-farþegaþotur sínar að nýju. Flugfélagið hefur ekki notast við þoturnar síðan árið 2020 þar sem ekki var hægt að fylla þær af farþegum í miðjum heimsfaraldri. 27.6.2022 20:33 Kvörtunum í tengslum við flugferðir rignir inn Kvörtunum vegna seinkana og niðurfellinga á flugferðum hefur stórfjölgað að sögn formanns Neytendasamtakanna en mikil mannekla er á flugvöllum víða um heim. Hann telur flugfélög þurfa að standa sig betur í að upplýsa farþega um réttindi sín. 27.6.2022 20:01 Útgerðarfélag Akureyringa selur línuskipið Önnu EA 305 Útgerðarfélag Akureyringa hefur selt línuskipið Önnu EA 305 til kanadíska fyrirtækisins Arctic Fishery Alliance. Að sögn Kristjáns Vilhelmssonar, útgerðarstjóra Samherja, er helsta ástæða sölunnar að útgerðin borgaði sig ekki fjárhagslega og því hafi þótt rökrétt að selja skipið. 27.6.2022 16:36 Kristín Rut ráðin útibússtjóri í Hafnarfirði Kristín Rut Einarsdóttir hefur verið ráðin útibússtjóri Landsbankans í Hafnarfirði. 27.6.2022 14:18 Ólíklegt að brugghús geti hafið sölu strax á föstudag Smá brugghús óttast að geta ekki hafið sölu á bjór út úr húsi þann 1. júlí eins og boðað var með breytingu á áfengislögum. Bið eftir reglugerð og langt ferli leyfisveitinga í gegn um sýslumann virðast tefja málið. 27.6.2022 13:34 Horfur á 5,1 prósent hagvexti í ár en óvissa um verðbólguhorfur Samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Hagstofunnar eru horfur á að hagvöxtur verði 5,1 prósent í ár og 2,9 prósent árið 2023. Innlend eftirspurn hafi reynst kröftug það sem af er ári en óvissa um verðbólguhorfur innanlands og erlendis hafi aukist. 27.6.2022 13:16 Skrúfa fyrir rafmagn hjá þeim sem hafa ekki valið raforkusala Samkvæmt nýrri reglugerð hefur fólk aðeins þrjátíu daga til að velja sér raforkusala eftir að hafa flutt í nýtt húsnæði, ellegar verður skrúfað fyrir rafmagnið. Að sögn upplýsingafulltrúa Samorku eru um 700 manns sem eiga á hættu að missa aðgang að rafmagni. 27.6.2022 09:18 Lára nýr forstöðumaður hjá Creditinfo Lára Hannesdóttir hefur tekið við sem forstöðumaður Vöru- og verkefnastýringar Creditinfo á Íslandi. 27.6.2022 09:10 „Frá Sviss“ hverfur af umbúðum Toblerone Toblerone-súkkulaði hefur alla tíð einungis verið framleitt í Sviss, en framleiðandinn hyggur nú á opnun nýrrar verksmiðju í Slóvakíu. Svissnesk lög kveða á um að vegna þessa þurfi nú að breyta því sem stendur á umbúðunum. 27.6.2022 08:31 Margt gott við að verða T-laga starfsmaður Það geta allir orðið T-laga starfsmaður, sama við hvað við störfum. En hvað þýðir það að vera T-laga í starfi? 27.6.2022 07:01 Salan eykst þó Íslendingar flykkist til útlanda Sala á hjólhýsum er í hæstu hæðum þetta sumarið, þrátt fyrir að frelsið til utanlandsferða sé mun meira en síðustu tvö sumur. Sölumaður telur að kórónuveirufaraldurinn hafi valdið því að fólk hafi uppgötvað landið upp á nýtt. Aukin ferðalög innanlands séu komin til að vera. 26.6.2022 23:19 Juul fær áfram að selja vörur sínar eftir dómsúrskurð Alríkisáfrýjunardómstóll stöðvaði tímabundið bann sem Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna lagði á vörur rafrettuframleiðandans Juul. Stofnunin sagði fyrirtækið ekki hafa sýnt fram á að vörur þess gögnuðust lýðheilsu. 25.6.2022 11:17 Ráðin framkvæmdastýra Mannauðs og menningar hjá OR Ellen Ýr Aðalsteinsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastýra Mannauðs og menningar hjá OR. 24.6.2022 14:31 „Umfangsmikil bilun“ hjá netþjónustu í hýsingarumhverfi Advania Umfangsmikil bilun er nú í netþjónustu í hýsningarumhverfi Advania sem birtist á þann veg að vefir ýmissa viðskiptavina hafa legið niðri. Meðal síðna sem hafa orðið fyrir áhrifum af biluninni eru síður stjórnarráðsins, dómstólanna og Skattsins. 24.6.2022 14:19 „Pop-up verslun“ og nýr veitingastaður opnuðu á Keflavíkurflugvelli Tvær nýjar verslanir og veitingastaður opnuðu á Keflavíkurflugvelli í dag, en Isavia auglýsti nýverið laus svokölluð pop-up rekstrarrými til leigu á vellinum. Reiknað er með að fleiri pop-up veitingastaðir og verslanir opni á Keflavíkurflugvelli á næstu vikum. 24.6.2022 13:35 Hráolíuverð heldur áfram að lækka Heimsmarkaðsverð á Brent-hráolíu lækkaði á föstudag og stefnir í lækkun aðra vikuna í röð. Olíuverð náði miklum hæðum í kjölfar stríðsins í Úkraínu en frá maílokum hefur Brent-olíuverð lækkað úr 120 bandaríkjadölum á tunnu niður í um 109, næstum tíu prósent lækkun. 24.6.2022 11:13 Stærsta rafrettuframleiðandanum skipað að taka vörur af markaði Rafrettuframleiðandanum Juul var skipað að fjarlægja vörur sínar af markaði í Bandaríkjunum í gær. Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna (FDA) telur fyrirtækið ekki hafa sýnt fram á að vörur þess gagnist lýðheilsu. 24.6.2022 10:19 Sonja tekur við sölu- og markaðssviði Play Sonja Arnórsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs flugfélagsins Play. Sonja tekur við sem framkvæmdastjóri sviðsins af Georgi Haraldssyni sem verður framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs. 24.6.2022 10:01 Nýrri EM auglýsingu N1 ætlað að hvetja ungt fólk til dáða Ný auglýsing N1, sem gerð er í tilefni af EM kvenna 2022, var frumsýnd í gær og var auglýsingunni leikstýrt af Hannesi Þór Halldórssyni. Glódís Perla Viggósdóttir, leikmaður Bayern Munchen og íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, er í aðalhlutverki í auglýsingunni, ásamt Heiðdísi Björt Bernhardsdóttur. Markmið auglýsingarinnar er einna helst að hvetja unga krakka til að elta draumana sína. 24.6.2022 09:34 Sjá næstu 50 fréttir
Mikilvægast að spenna bogann ekki of hátt við lántöku Hagfræðingur segir ólíklegt að verðbólga hjaðni á næstunni, þótt hægja muni á henni. Vaxtabyrði óverðtryggða húsnæðislána hafi aukist verulega vegna vaxtahækkana að undanförnu og fólk verði að varast að spenna bogann of hátt. 30.6.2022 22:00
Sjö ráðin til indó Íslenski sparisjóðurinn indó hefur ráðið sjö nýja starfsmenn, þau Hjördísi Elsu Ásgeirsdóttur, EInar Björgvin Eiðsson, Stefaníu Sch. Thorsteinsson, Lilju Kristínu Birgisdóttur, Söru Mildred Harðardóttur, Hermann Guðmundsson og Valgerði Kristinsdóttur. 30.6.2022 15:54
Vill sjá heimild til að lengja í lánum til að létta greiðslubyrðina Formaður Starfsgreinasambandsins segir að heimild þurfi til að lengja í óverðtryggðum lánum til að létta greiðslubyrði þeirra í upphafi lánstímans. Óverðtryggðum lánum fjölgaði mikið í faraldrinum, en greiðslubyrði hefur aukist vegna vaxtahækkana að undanförnu. 30.6.2022 14:01
Guðlaug færir sig frá Flugfreyjufélaginu til Icelandair Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður FFÍ, hefur óskað eftir lausn frá störfum sem formaður félagsins. Hún greindi frá þessu í færslu á lokuðum Facebook-hópi flugfreyja. Ástæðan að baki ákvörðuninni er að hún tekur við störfum sem deildarstjóri launadeildar Icelandair í september. 30.6.2022 13:04
Margir sagðir vilja í stjórn Festi Allt að þrjátíu eru sagðir hafa áhuga á því að taka sæti í stjórn Festi. Ný stjórn verður kosin á aukahluthafafundi þann 14. júlí næstkomandi. 30.6.2022 10:15
Ná þrjátíu megavöttum með betri nýtingu á varma Reykjanesvirkjunar Mestu virkjanaframkvæmdir landsins um þessar mundir standa yfir á Reykjanesi en þar er verið að stækka jarðgufuvirkjun HS Orku um þrjátíu megavött. Ekki þarf þó að borar nýjar holur á svæðinu til orkuöflunar heldur er ætlunin að nýta betur þann jarðvarma sem þegar er til staðar. 29.6.2022 22:22
„Við þessar aðstæður þurfa stjórnvöld að fara að stjórna“ Verðbólga hefur ekki mælst meiri síðan haustið 2009, og spár benda til þess að hún hækki enn frekar. Formaður fjárlaganefndar Alþingis segir að vel sé fylgst með stöðunni en þingmaður stjórnarandstöðunnar telur að grípa þurfi til aðgerða áður en það verður of seint. 29.6.2022 22:00
Gróa nýr forstöðumaður þjónustuvers Landsbankans Gróa Helga Eggertsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður þjónustuvers Landsbankans. Fyrir starfaði hún sem forstöðumaður hjá tækniþjónustu Nova. 29.6.2022 17:22
Kolbrúnu sagt upp störfum á Fréttablaðinu Kolbrúnu Bergþórsdóttur hefur verið sagt upp störfum á Fréttablaðinu. Hún segir það ekki hafa komið sér sérstaklega á óvart. 29.6.2022 16:23
Þrítugasta og sjötta mótið hefst í dag Einn umfangsmesti íþróttaviðburður landsins, N1 mótið í knattspyrnu, hefst á Akureyri í dag, miðvikudaginn 29. júní og stendur mótið til laugardagsins 2. júlí. 29.6.2022 14:12
Nótt tekur við Grænvangi Nótt Thorberg hefur verið ráðin forstöðumaður Grænvangs. Hún hefur að undanförnu starfað sem forstöðumaður vara og viðskiptahollustu hjá Icelandair. 29.6.2022 13:17
Spá því að verðbólgan nálgist tíu prósent í næsta mánuði Landsbankinn reiknar með að ársverðbólga mælist 9,5 prósent í næsta mánuði, en fari svo hjaðnandi eftir það. 29.6.2022 13:01
„Ekkert hægt að koma í veg fyrir þessa þróun“ Heimkaup opnuðu í dag fyrir sölu á áfengi á vefsíðu sinni. Forstjóri Heimkaupa segir þetta mikil tímamót. Nú sé í fyrsta skipti á Íslandi hægt að versla sér mat og áfengi á sama stað líkt og annars staðar í Evrópu. 29.6.2022 13:01
Heimkaup hefja áfengissölu í heimsendingu Vefverslunin Heimkaup hefur bæst í flóru þeirra fyrirtækja sem selja áfengi yfir netið hér á landi. Verðlagning er svipuð og í ÁTVR. 29.6.2022 11:18
Gefast upp á erfiðum markaðsaðstæðum og selja bruggverksmiðju Eigendur brugghússins Steðja hafa ákveðið að selja allar sínar bruggræjur og hætta starfsemi sinni. Annar eigandinn segir að greiða þurfi fyrir að koma áfengi í hillur ÁTVR. 29.6.2022 10:40
KKÍ og Ölgerðin endurnýja samstarf KKÍ og Ölgerðin hafa endurnýjað sitt góða samstarf með undirritun á nýjum samningi en Ölgerðin og vörumerkið Kristall hefur verið góður samstarfsaðili KKÍ undanfarin ár. 29.6.2022 09:53
Verðbólga mælist 8,8 prósent Verðbólga síðustu tólf mánuði mælist nú 8,8 prósent samkvæmt neysluvísitölu Hagstofu Íslands. Verðbólga hefur ekki verið eins mikil á Íslandi frá því á haustmánuðum 2009. 29.6.2022 09:09
Það þarf ekki að vera vandræðalegt að roðna Við höfum öll einhvern tíma roðnað. Sumir roðna oftar en aðrir og já, það koma augnablik þar sem okkur finnst við hreinlega roðna niður í tær. 29.6.2022 07:00
Arion banki fyrstur til að hækka vexti Á morgun munu inn- og útlánavextir hjá Arion banka hækka í kjölfar stýrivaxtahækkunar Seðlabanka Íslands. Breytingarnar ná til óverðtryggða íbúðalána, kjörvaxta, bílalána og innlána. Íslandsbanki hefur einnig boðað hækkanir þann 1. júlí næstkomandi. 28.6.2022 22:24
Efla hlýtur Útflutningsverðlaun forseta Íslands og Víkingur Heiðar heiðraður Verkfræðistofan Efla hlaut í dag Útflutningsverðlaun forseta Íslands 2022 og við sama tilefni var Víkingur Heiðar Ólafsson, píanóleikari, heiðraður fyrir störf sín á erlendri grund. Tilgangur verðlaunanna er að vekja athygli á mikilvægi alþjóðlegra viðskipta og heiðra þá sem gengur vel að markaðssetja og selja íslenskar vörur. 28.6.2022 16:06
Loksins Landsmót - hófadynur á Rangárbökkum Landsmót hestamanna verður haldið dagana 3. til 10. júlí á Rangárbökkum við Hellu. „Loksins,“ segja margir þar sem Landsmótið fór síðast fram 2018. Nú verður öllu til tjaldað og býst Magnús Benediktsson, framkvæmdastjóri hins langþráða Landsmóts við frábærri mætingu. 28.6.2022 13:22
Segja óboðlegt fyrir Norður- og Austurland ef strandveiðar stöðvast í næsta mánuði Formenn þriggja samtaka smábátaeigenda á svæðum norðanlands og austan skora á Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra að tryggja strandveiðar til ágústloka þannig að jafnræðis sé gætt milli landshluta. Núna sé ljóst að ætlaðar veiðiheimildir muni ekki duga til að tryggja strandveiðisjómönnum 48 veiðidaga í fulla fjóra mánuði, 12 daga í hverjum, eins og þeir segja að markmiðið hafi verið með síðustu breytingum á veiðikerfinu. 28.6.2022 12:35
Guðný úr mjólkinni í leikhúsið Borgarleikhúsið hefur ráðið Guðnýju Steinsdóttur til starfa sem markaðsstjóra. 28.6.2022 10:49
Starfsmannafjöldinn meira en þrefaldast á tíu árum „Það er mikið um að vera í íslensku atvinnulífi í dag. Við þjónustum fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum á sviði endurskoðunar, ársreikningsgerðar, skattaráðgjafar, bókhalds og almennrar fjármála- og fyrirtækjaráðgjafar. Áhugi fyrir fjárfestingum er mikill bæði hjá innlendum og erlendum aðilum og höfum við umsjón með kaupum og sölu og önnumst ráðgjöf,“ segir Davíð Búi Halldórsson, framkvæmdastjóri og hluthafi í endurskoðunarfyrirtækinu Enor ehf. 28.6.2022 08:51
Mun tífalda föngun og förgun koltvísýrings á Hellisheiði Framkvæmdir við Mammoth, nýju lofthreinsiveri Climeworks á Hellisheiði, eru hafnar og er áætlað að verið muni tífalda núverandi afköst föngunar og förgunar á koltvísýringi úr andrúmsloft á svæðinu. 28.6.2022 07:59
Bruggarar sjá fram á tafir: „En þessi dagsetning verður alltaf í minnum höfð“ Ólíklegt er að brugghús geti hafið sölu á áfengi út úr húsi strax og ný áfengislög taka gildi næsta föstudag. Bruggarar eru að minnsta kosti ekki bjartsýnir á að það verði enda þurfa þeir að fara í gegn um langt umsóknarkerfi hjá sýslumanni og sveitarfélögum til að mega hefja sölu. Dómsmálaráðherra vonast þó til að málunum verði veitt flýtimeðferð í stjórnkerfinu. 27.6.2022 21:30
Byrja að nota stærstu farþegaþotur heims á ný Flugfélagið Lufthansa hyggst byrja að nota Airbus A380-farþegaþotur sínar að nýju. Flugfélagið hefur ekki notast við þoturnar síðan árið 2020 þar sem ekki var hægt að fylla þær af farþegum í miðjum heimsfaraldri. 27.6.2022 20:33
Kvörtunum í tengslum við flugferðir rignir inn Kvörtunum vegna seinkana og niðurfellinga á flugferðum hefur stórfjölgað að sögn formanns Neytendasamtakanna en mikil mannekla er á flugvöllum víða um heim. Hann telur flugfélög þurfa að standa sig betur í að upplýsa farþega um réttindi sín. 27.6.2022 20:01
Útgerðarfélag Akureyringa selur línuskipið Önnu EA 305 Útgerðarfélag Akureyringa hefur selt línuskipið Önnu EA 305 til kanadíska fyrirtækisins Arctic Fishery Alliance. Að sögn Kristjáns Vilhelmssonar, útgerðarstjóra Samherja, er helsta ástæða sölunnar að útgerðin borgaði sig ekki fjárhagslega og því hafi þótt rökrétt að selja skipið. 27.6.2022 16:36
Kristín Rut ráðin útibússtjóri í Hafnarfirði Kristín Rut Einarsdóttir hefur verið ráðin útibússtjóri Landsbankans í Hafnarfirði. 27.6.2022 14:18
Ólíklegt að brugghús geti hafið sölu strax á föstudag Smá brugghús óttast að geta ekki hafið sölu á bjór út úr húsi þann 1. júlí eins og boðað var með breytingu á áfengislögum. Bið eftir reglugerð og langt ferli leyfisveitinga í gegn um sýslumann virðast tefja málið. 27.6.2022 13:34
Horfur á 5,1 prósent hagvexti í ár en óvissa um verðbólguhorfur Samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Hagstofunnar eru horfur á að hagvöxtur verði 5,1 prósent í ár og 2,9 prósent árið 2023. Innlend eftirspurn hafi reynst kröftug það sem af er ári en óvissa um verðbólguhorfur innanlands og erlendis hafi aukist. 27.6.2022 13:16
Skrúfa fyrir rafmagn hjá þeim sem hafa ekki valið raforkusala Samkvæmt nýrri reglugerð hefur fólk aðeins þrjátíu daga til að velja sér raforkusala eftir að hafa flutt í nýtt húsnæði, ellegar verður skrúfað fyrir rafmagnið. Að sögn upplýsingafulltrúa Samorku eru um 700 manns sem eiga á hættu að missa aðgang að rafmagni. 27.6.2022 09:18
Lára nýr forstöðumaður hjá Creditinfo Lára Hannesdóttir hefur tekið við sem forstöðumaður Vöru- og verkefnastýringar Creditinfo á Íslandi. 27.6.2022 09:10
„Frá Sviss“ hverfur af umbúðum Toblerone Toblerone-súkkulaði hefur alla tíð einungis verið framleitt í Sviss, en framleiðandinn hyggur nú á opnun nýrrar verksmiðju í Slóvakíu. Svissnesk lög kveða á um að vegna þessa þurfi nú að breyta því sem stendur á umbúðunum. 27.6.2022 08:31
Margt gott við að verða T-laga starfsmaður Það geta allir orðið T-laga starfsmaður, sama við hvað við störfum. En hvað þýðir það að vera T-laga í starfi? 27.6.2022 07:01
Salan eykst þó Íslendingar flykkist til útlanda Sala á hjólhýsum er í hæstu hæðum þetta sumarið, þrátt fyrir að frelsið til utanlandsferða sé mun meira en síðustu tvö sumur. Sölumaður telur að kórónuveirufaraldurinn hafi valdið því að fólk hafi uppgötvað landið upp á nýtt. Aukin ferðalög innanlands séu komin til að vera. 26.6.2022 23:19
Juul fær áfram að selja vörur sínar eftir dómsúrskurð Alríkisáfrýjunardómstóll stöðvaði tímabundið bann sem Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna lagði á vörur rafrettuframleiðandans Juul. Stofnunin sagði fyrirtækið ekki hafa sýnt fram á að vörur þess gögnuðust lýðheilsu. 25.6.2022 11:17
Ráðin framkvæmdastýra Mannauðs og menningar hjá OR Ellen Ýr Aðalsteinsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastýra Mannauðs og menningar hjá OR. 24.6.2022 14:31
„Umfangsmikil bilun“ hjá netþjónustu í hýsingarumhverfi Advania Umfangsmikil bilun er nú í netþjónustu í hýsningarumhverfi Advania sem birtist á þann veg að vefir ýmissa viðskiptavina hafa legið niðri. Meðal síðna sem hafa orðið fyrir áhrifum af biluninni eru síður stjórnarráðsins, dómstólanna og Skattsins. 24.6.2022 14:19
„Pop-up verslun“ og nýr veitingastaður opnuðu á Keflavíkurflugvelli Tvær nýjar verslanir og veitingastaður opnuðu á Keflavíkurflugvelli í dag, en Isavia auglýsti nýverið laus svokölluð pop-up rekstrarrými til leigu á vellinum. Reiknað er með að fleiri pop-up veitingastaðir og verslanir opni á Keflavíkurflugvelli á næstu vikum. 24.6.2022 13:35
Hráolíuverð heldur áfram að lækka Heimsmarkaðsverð á Brent-hráolíu lækkaði á föstudag og stefnir í lækkun aðra vikuna í röð. Olíuverð náði miklum hæðum í kjölfar stríðsins í Úkraínu en frá maílokum hefur Brent-olíuverð lækkað úr 120 bandaríkjadölum á tunnu niður í um 109, næstum tíu prósent lækkun. 24.6.2022 11:13
Stærsta rafrettuframleiðandanum skipað að taka vörur af markaði Rafrettuframleiðandanum Juul var skipað að fjarlægja vörur sínar af markaði í Bandaríkjunum í gær. Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna (FDA) telur fyrirtækið ekki hafa sýnt fram á að vörur þess gagnist lýðheilsu. 24.6.2022 10:19
Sonja tekur við sölu- og markaðssviði Play Sonja Arnórsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs flugfélagsins Play. Sonja tekur við sem framkvæmdastjóri sviðsins af Georgi Haraldssyni sem verður framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs. 24.6.2022 10:01
Nýrri EM auglýsingu N1 ætlað að hvetja ungt fólk til dáða Ný auglýsing N1, sem gerð er í tilefni af EM kvenna 2022, var frumsýnd í gær og var auglýsingunni leikstýrt af Hannesi Þór Halldórssyni. Glódís Perla Viggósdóttir, leikmaður Bayern Munchen og íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, er í aðalhlutverki í auglýsingunni, ásamt Heiðdísi Björt Bernhardsdóttur. Markmið auglýsingarinnar er einna helst að hvetja unga krakka til að elta draumana sína. 24.6.2022 09:34