Fleiri fréttir

Musk tímabundið steypt af stóli

Auðjöfurinn Elon Musk tapaði titlinum „ríkasti maður heims“ um stund fyrr í dag og Bernard Arnault og fjölskylda hans, hoppaði upp í fyrsta sæti. Arnault er forstjóri LVMH, móðurfyrirtækis Louis Vuitton.

Síðasta Boeing 747-þotan úr flugvélaverksmiðjunni

Síðasta eintak júmbóþotunnar, eða Boeing 747, fór út úr samsetningarverksmiðju Boeing í borginni Everett norðan Seattle í Washington-ríki í gærkvöldi. Þetta er fraktvél af undirtegundinni 747-8 og verður afhent bandaríska vöruflutningafélaginu Atlas Air snemma á næsta ári.

Glugga­smið sem sagði verkið í „al­gjörum for­gangi“ gert að endur­greiða inn­borgun að fullu

Fyrirtæki sem smíðar glugga hefur verið gert að endurgreiða viðskiptavini staðfestingargjald pöntunar að fullu eftir að viðskiptavinur ákvað að rifta samningi, þrettán mánuðum eftir að hann hafði samþykkt tilboð fyrirtækisins í smíði þriggja glugga og hurðar vegna lekavandamála í fasteign. Framkvæmdir voru þá ekki hafnar og ekki vitað til þess að fyrirtækið hefði hafið smíði glugganna.

Mastodon innbyggður í Vivaldi

Vivaldi er orðinn fyrsti vafrinn sem er með samfélagsmiðilinn Mastodon innbyggðan í kóða vafrans. Það er meðal annarra breytinga sem gerðar hafa verið á vafranum.

Árshátíðir í útlöndum styrkja starfsmannahópinn

„Við finnum fyrir miklum ferðaspenningi. Það er bókað hjá okkur allar helgar í haust og fram á næsta ár. Fólk þyrstir í ferðalög og nú er akkúrat tíminn til að skipuleggja ferðir fyrir haustið 2023,“ segir Viktor Hagalín Magnason, sölu og markaðsstjóri ferðaskrifstofunnar Tripical.

Ásgeir hefur aldrei komið til Tene

Seðlabankastjóri telur umdeilda vaxtahækkun á viðkvæmu stigi í kjaraviðræðum hafa verið heiðarlega og samningsaðilar hafi þannig vitað hverju þeir væru að ganga að. Hann segir hættulegt að hlusta á hagsmunaaðila og telur að verðbólgan hafi náð hámarki. Fólk sé viðkvæmt fyrir gagnrýni á utanlandsferðir til Tenerife. Sjálfur hefur hann aldrei komið þangað.

Play aldrei verið stund­vísara

Flugfélagið Play flutti fjórum sinnum fleiri farþega í nóvember á þessu ári en í sama mánuði á síðasta ári. Sætanýting var tæplega áttatíu prósent og stundvísi rúmlega 98 prósent. Aldrei hafa vélar félagsins verið jafn stundvísar.

Sumir hækka úr fimm og hálfri í sjö milljónir

Ragnar Þór Ægisson, bílasali og meðeigandi Bílamiðstöðvarinnar, segir að reikna megi með því að rafbílar sem nú eru niðurgreiddir að hluta af hinu opinbera muni í sumum tilvikum hækka í verði úr til dæmis eins og 5,5 milljónum í sjö milljónir.

Sáu sér leik á borði og tóku yfir Brynju yfir jólin

Ölgerðin er með húsnæði við Laugaveg 29, þar sem byggingavöruverslunin Brynja var áður til húsa, á leigu hjá fyrrverandi eiganda hússins. Nýir eigendur taka ekki við húsinu fyrr en í byrjun árs. Næsta mánuðinn er húsið kallað „Pepsi max húsið“. 

„Við eigum að fara að hegða okkur meira eins og ömmur okkar og afar“

„Íslendingar hafa margt oft sýnt og sannað hversu öflug og fljót við erum að aðlaga okkur breytingum. Ég er bjartsýnn að eðlisfari og tel því að allir eigi eftir að taka vel í þessar breytingar, fólki hér er annt um náttúruna og við viljum flest vera sjálfbær,“ segir Freyr Eyjólfsson, verkefnastjóri Hringrásarhagkerfisins hjá SORPU.

Stundvísi komin yfir níutíu prósent

Flutningatölur flugfélagsins Icelandair frá nóvembermánuði sýna aukningu á farþegum í mánuðinum á milli ára. Einnig var stundvísi félagsins 91 prósent.

Tvær til þrjár rusla­tunnur við sér­býli

Tvær til þrjár tunnur verða við sérbýli á höfuðborgarsvæðinu með lögum um hringrásarkerfi sem taka gildi um áramótin. Íbúum verður skylt að flokka heimilisúrgang í fjóra flokka við heimili; pappír, plastumbúðir, matarleifar og blandaður úrgangur.

Landsvirkjun áformar meiri orkuöflun á fjórum stöðum

Ný orkuöflun Landsvirkjunar stefnir í að verða mjög umfangsmikil á næstu árum, að sögn forstjórans. Auk Hvammsvirkjunar áformar fyrirtækið stækkun virkjana á Þeistareykjum og við Sigöldu sem og vindorkulund við Búrfell.

Delta hefur flugferðir til Detroit frá Íslandi

Borgin Detroit í Michigan-ríki í Bandaríkjunum bætist við sem áfangastaður Delta Air Lines á Íslandi frá og með 15. maí næstkomandi. Um er að ræða þriðja áfangastaðinn sem fólk getur ferðast til frá Íslandi með Delta.

Þrjú ný hjá PLAIO

Sara Árnadóttir, Eggert Gíslason og Andri Sveinn Ingólfsson hafa öll verið ráðin til tæknifyrirtækisins PLAIO. Öll eru þau sérfræðingar í hugbúnaði. 

Engin jóla­­daga­töl frá Lions í ár

Hin sívinsælu jóladagatöl frá Lionsklúbbnum hafa ekki verið í sölu fyrir þessi jól. Ástæðan er sú að verksmiðjan sem framleiðir dagatölin fékk ekki þau hráefni sem þarf í framleiðsluna. 

Sigvaldi nýr fjármálastjóri DecideAct á Íslandi

Sigvaldi Egill Lárusson hefur verið ráðinn fjármálastjóri félagsins á Íslandi. Ásamt fjármálastjórn mun Sigvaldi sinna sölu og ráðgjöf til nýrra og núverandi viðskiptavina félagsins á Íslandi, sem og erlendis.

Íslenska Tweedið stenst allan samanburð

„Kormákur & Skjöldur hefur í 26 ár snúist um mikið og djúpt úrval í herravörum og viljum við helst eiga allt sem spurt er um,“ segir Gunni Hilmarsson, aðalhönnuður Herrafataverzlunar Kormáks & Skjaldar.

Carsten og Fjóla taka við rekstri Striksins

Hjónin Carsten Tarnow og Fjóla Hermannsdóttir Tarnow hafa formlega tekið við rekstri veitingastaðarins Strikið á Akureyri. Þau reka einnig Centrum Hotel og Centrum Kitchen & Bar á Akureyri. 

„Það er alltaf ástin sem leiðir mig hvert ég fer“

„Það er alltaf ástin sem leiðir mig hvert ég fer. Þannig hefur það alltaf verið,“ segir Brynja Tomer og hlær. Fædd í Danmörku, alin upp á Íslandi, búsett á Spáni, á Ítalíu, á Íslandi en nú Kólumbíu.

Segir útboðið á Íslandsbanka eitt það farsælasta í sögunni

Stjórnarformaður Bankasýslunnar segir að umdeilt útboð á hlut ríkisins í Íslandsbanka, þar sem aðeins fagfjárfestar fengu að taka þátt, hafi raunar jafnvel verið betur heppnað en fyrra útboðið, sem var alveg opið. Hann segir ekki laust við að stjórnmálamönnum hafi þótt ágætt að benda á einhvern annan en sjálfan sig eftir að salan komst í hámæli.

Fyrsta verk dagsins að þagga niður nöldurvælið í frú Sigríði Jósafínu

Brynhildur Ólafsdóttir útiþjálfari og leiðsögumaður segist markvisst vera að temja sér meira kæruleysi. Enda sé það skemmtilegra, afslappaðra og heilbrigðara fyrir taugakerfið. Brynhildur byrjar daginn á að sinna kettinum frú Sigríði Jósefínu sem hefur enga þolinmæði gagnvart eiganda sem fer seint á fætur.

Nýja flaggskipið höfðar vel til karlmanna

Íslenska tölvuleikjafyrirtækið Solid Clouds hefur gefið út nýjan alþjóðlegan tölvuleik sem gerist í geimnum. Solid Clouds var skráð í íslensku kauphöllina í júní í fyrra og heldur nú úti tveimur tölvuleikjum en þessi nýjasti á að vera flaggskipið.

Úrelt fyrirkomulag á bílasölu sem bjóði hættunni heim

Hægt er að selja ökutæki með áhvílandi veði án þess að láta kaupanda vita af gjöldunum. Samskiptastjóri Samgöngustofu segir ábyrgðina liggja hjá kaupanda að kanna áhvílandi gjöld. Framkvæmdastjóri FÍB segir fyrirkomulagið vera úrelt og að þarna sé verið að bjóða hættunni heim.

Stjörnu­torgs­skiltið fer á nýtt Stjörnu­torg

Fyrirtækið Tæknivörur hefur fest kaup á skilti sem var staðsett á Stjörnutorgi í Kringlunni. Fyrirtækið borgar 200 þúsund krónur fyrir skiltið en öll fjárhæðin rennur til góðgerðarmála. Tæknivörur munu síðan afhenda íþróttafélaginu Stjörnunni skiltið. 

Kúmen er kryddið í Kringlunni

Það var glatt á hjalla á KÚMEN í gær þegar Kringlan bauð öllum þeim sem unnið hafa að hönnun, framkvæmdum og kynningu á þessu nýja svæði Kringlunnar, til veislu. KÚMEN er miklu meira en mathöll því 3ja hæðin verður, þegar verki verður formlega lokið á næsta ári, glæsilegt svæði fyrir upplifun, afþreyingu og veitingar.

Raf­mynta­grafarar í kröppum dansi

Lánveitendur hafa gengið að veðum í hundruð þúsundum véla sem eru notaðar til þess að grafa eftir rafmyntum í kjöfar falls rafmyntakauphallarinnar FTX í síðasta mánuði. Rafmyntagrafarar geta nú margir ekki staðið í skilum á lánum sínum þegar þrengir að þeim úr nokkrum áttum.

Betri alla daga með Unbroken - Minni þreyta

Unbroken er náttúruleg hágæða vara sem slegið hefur í gegn fyrir einstaka virkni á þreytta vöðva. Thorberg Einarsson, sjómaður frá Vopnafirði hefur tekið Unbroken að staðaldri í tvö ár. Hann fann strax mikinn mun á sér, þreytuverkir, harðsperrur og sinadráttur minnkuðu mikið og hurfu að mestu leyti.

Hversu vel eiga þessi atriði við um yfirmanninn þinn?

Það er talað um að tilfinningagreind sé eitt af því sem mun gera starfsfólk eftirsóttara til framtíðar, enda ekki nema von því í allri þeirri tæknibyltingu sem nú er, vitum við þó að eitt mun tæknin seint ráða við: Að skilja hvernig tilfinningaflóran okkar er eða líðan.

Ætla að flytja ís­lenskt vatn til frum­byggja í Kanada

Íslenskt vatn verður flutt út til frumbyggjabyggða í Kanada á næsta ári. Forsprakki verkefnisins segir að kanadísk yfirvöld muni fjármagna verkefnið í von um að bæta fyrir það sem miður hefur farið í mannkynssögunni.

Arion banki telur fullreynt að reka kísilver í Helguvík

Arion banki og PCC hafa slitið formlegum viðræðum um möguleg kaup PCC á kísilverksmiðjunni í Helguvík. Samhliða hefur Arion banki sagt upp raforkusamningi við Landsvirkjun þar sem framleiðsla kísils var forsenda samningsins. Því er allt útlit fyrir að kísilverksmiðjan í Helguvík verði ekki gangsett á ný og að hún verði flutt eða henni fært nýtt hlutverk.

Sjá næstu 50 fréttir