Fleiri fréttir

Hagar loka Topshop á Íslandi

Stjórnendur verslunarfyrirtækisins Haga hafa ákveðið að loka verslunum Topshop á Íslandi. Þetta staðfestir Finnur Árnason, forstjóri Haga, í samtali við Vísi.

Telur að hlutabréf Icelandair séu undirverðlögð

Greiningardeild Arion banka telur að hlutabréf í Icelandair Group séu undirverðlögð þessa stundina. Í nýju verðmati deildarinnar eru bréfin metin á 19 krónur á hlut en þau standa nú í 16,3 krónum í Kauphöll Íslands.

Costco opnar skráningarstöð í Kauptúni

Costco á Íslandi opnaði skráningarstöð á lóð fyrirtækisins í Kauptúni í Garðabæ um síðustu helgi. Einstaklingar og forsvarsmenn fyrirtækja geta þar keypt aðild að vöruhúsinu og var talsverð umferð inn á svæðið á sunnudag þegar blaðamaður átti leið framhjá.

Húsaleigan hækkaði minna en kaupverð

Vísitala leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu hafði hækkað um 11,5 prósent á tólf mánaða tímabili frá janúar 2016. Á sama tíma hafði söluverð íbúða á höfuðborgarsvæðinu hækkað um 16,3 prósent.

Bein útsending: Fundur Íslandsbanka um unga fólkið

Íslandsbanki heldur nú klukkan 8.30 opinn fund í Hörpu undir heitinu: Markhópurinn ungt fólk. Þar verður farið yfir mál málanna í markaðssetningu eða hvernig eigi að nálgast unga fólkið. Hægt verður að fylgjast með í spilaranum hér að neðan.

Aldrei færri fasteignir auglýstar til sölu

Háleitar hugmyndir um byggingu íbúða á höfuðborgarsvæðinu koma hvorki til með að lækka þrýsting á fasteignamarkaðnum á þessu ári né því næsta, segir sérfræðingur hjá greiningardeild Arion banka. Í janúar voru 910 fasteignir au

Útgerð keypti blokk á Raufarhöfn

Útgerðarfélagið Hólmsteinn Helgason ehf. á Raufarhöfn keypti í lok síðasta árs eina fjölbýlishús þorpsins sem hafði þá staðið nánast autt í tvö til þrjú ár. Til stendur að gera allt húsið upp en tvær fyrstu íbúðirnar eru tilbúnar og var flutt inn í aðra þeirra á þriðjudag.

Bréf Nýherja halda áfram að hækka

Hlutabréf í upplýsingatæknifyrirtækinu Nýherja hækkuðu um 3,7 prósent í dag. Þau hafa því farið upp um 26 prósent frá síðustu mánaðamótum eða síðan fyrirtækið birti uppgjör sitt fyrir 2016.

Hagkaup lokaði eftir rétt tæp 30 ár

Verslun Hagkaups á 2. hæð Kringlunnar var lokað á mánudag. Rýmingarsölu þar sem vörur voru seldar með 50 prósenta afslætti lauk daginn áður og búðin þá gott sem tæmd.

Svanhildur Konráðsdóttir nýr forstjóri Hörpu

Svanhildur Konráðsdóttir, sviðsstjóri Menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar, hefur verið ráðin forstjóri Hörpu og tekur hún við starfinu þann 1. maí næstkomandi.

Opna World Class í sömu götu og Reebok Fitness

Laugar ehf. hefur fengið úthlutað lóð undir nýja líkamsræktarstöð World Class við Tjarnarvelli í Hafnarfirði. Björn Leifsson, framkvæmdastjóri World Class, segir stefnt að opnun haustið 2018.

Vaðlaheiðargöng farin 30% fram úr áætlun

Kostnaður við Vaðlaheiðargöng er samkvæmt nýjustu tölum stjórnenda verkefnisins rúmir ellefu milljarðar króna á verðlagi í árslok 2011. Verkið er því komið allt að 30 prósentum fram úr áætlun.

Fákaseli lokað eftir mikinn taprekstur

Hestasýningum Fákasels Í Ölfusi var hætt í síðustu viku. Icelandair Group, Landsbankinn og sjö lífeyrissjóðir áttu um 90 prósenta hlut í ferðaþjónustufyrirtækinu.

Yfirbjóða fasteignir í „panikk“-ástandi

Fasteignasali segir að spenna hafi aukist mikið á fasteignamarkaði frá því greiningardeild Arionbanka spáði 30 prósenta hækkun á húsnæðisverði. Seljendur verðleggja eignir hærra en fasteignasalar ráðleggja. Jafnvægi á milli seljenda.

Nýtt hverfi rís á Ártúnshöfða og við Elliðaárvog

Gert er ráð fyrir uppbyggingu íbúðahúsnæðis og innviða fyrir allt að 12.600 manns þegar hverfi við Elliðaárvog og á Ártúnshöfða verður að fullu endurgert en fjöldi íbúða gæti orðið á bilinu 5.100 til 5.600.

Eyrir Invest selur 2% í Marel

Eyrir Invest hf. hefur selt 15 milljónir hluta í Marel hf. Í tilkynningu frá félaginu segir að markaðsviðskipti Landsbankans hafi gert Eyri kauptilboð fyrir hönd MSD Partners L.P. sem kaupa hlutina á 285 krónur á hlut. Með viðskiptunum verða MSD Partners sjöundi stærsti hluthafi Marel.

Engin grundvallarbreyting

Fjármálaráðuneytið hefur gefið út að stefnt sé að sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka og Arion. Ætlunin sé hins vegar að selja Landsbankann einungis að hluta, þannig að ríkið haldi eftir 34 til 40% hlut.

Hærra verð í nærliggjandi bæjarfélögum

Fasteignaverð á svæðum nærri höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað mikið á skömmum tíma. Fermetraverð er þrátt fyrir það nærri tvöfalt hærra í Reykjavík. Íbúum fjölgar mun hraðar en íbúðum.

Keyptu sér bíl fyrir afganginn af kaupverðinu

Jóhann Heiðar Árnason og Kolbrún Soffía Arnfinnsdóttir bíða nú eftir að fá afhenta íbúð í Þorlákshöfn. Þau eru bæði fædd og uppalin í Reykjavík og starfa í Reykjavík í dag, hann á Þjóðarbókhlöðunni og hún í Borgarholtsskóla.

Missa fjórðu íbúðina á aðeins þremur árum

„Við erum sem sagt að fara að flytja í fjórða skiptið síðan stelpan mín fæddist. Hún er þriggja ára og er að fara að flytja í fimmtu íbúðina sína,“ segir Ariana Katrín Katrínardóttir, en hún og maðurinn hennar eru á leigumarkaði.

Borgun hagnaðist um rúma sex milljarða vegna sölunnar á Visa Europe

Kortafyrirtækið Borgun hagnaðist um alls 7,8 milljarða króna á árinu 2016 en þar af komu 6,2 milljarðar vegna sölu Visa Europe til Visa Inc. Hagnaður af reglulegri starfsemi var því 1,6 milljarðar króna en frá þessu var greint á aðalfundi Borgunar í dag.

Hafsteinn Hauksson til liðs við GAMMA

Hafsteinn Hauksson hefur verið ráðinn til fjármálafyrirtækisins GAMMA Capital Management og mun starfa á skrifstofu félagsins í London.

Sjá næstu 50 fréttir