Fleiri fréttir

VÍS hagnast um 1,5 milljarða króna

Afkoma tryggingafélagsins VÍS í fyrra var jákvæð um 1.459 milljónir króna. Hagnaður félagsins árið 2015 nam aftur á móti 2.076 milljónum.

Hagnaður Varðar niður um 26%

Tryggingafélagið Vörður hagnaðist um 487 milljónir króna eftir skatta í fyrra. Afkoma fyrirtækisins árið á undan var jákvæð um 658 milljónir og því um 26 prósenta lækkun að ræða milli ára.

Icelandair kaupir nýjan flughermi

TRU Flight Training Iceland, dótturfélag Icelandair, hefur skrifað undir samning um kaup á nýjum Boeing 737MAX flughermi af TRU Simulation + Training í Kanada. Samkvæmt tilkynningu frá Icelandair er fyrirtækið fyrst flugfélaga til að festa kaup á slíkum hermi.

Lagt til að eigendur Borgunar fái 4,7 milljarða í arð

Stjórn Borgunar hf. mun á aðalfundi greiðslukortafyrirtækisins á morgun leggja til að hluthafar þess fái 4,7 milljarða króna í arð vegna reksturs fyrirtækisins í fyrra. Gengið er út frá því að tillagan verði samþykkt en hagnaður félagsins árið 2016 var á áttunda milljarð.

Einkafjárfestar hverfandi í Icelandair

Fáir einkafjárfestar eiga verulegan hlut í flugfélaginu. Sá stærsti er einkahlutafélagið Brimgarðar með 0,7 prósenta hlut, samkvæmt hluthafalista Icelandair á mánudag. Lífeyrissjóður verslunarmanna og LSR hyggjast styðja Úlfar og Magn

Útibú Íslandsbanka á Kirkjusandi lokar

Þann 20. febrúar næstkomandi munu útibú Íslandsbanka á Kirkjusandi og Suðurlandsbraut sameinast og kveður bankinn þá höfuðstöðvar sínar á Kirkjusandi. Nýtt útibú opnar svo á Suðurlandsbraut þann 10. apríl og mun heita Laugardalur.

Bæði ógnanir og tækifæri í komu Costco inn á markaðinn

Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir að það sé alveg klárt að koma bandaríska verslunarrisans Costco á smásölumarkaðinn hér muni hrista upp í hlutunum. Það sé jákvætt enda eigi samkeppni að virka þannig.

Hlutabréf Haga lækkuðu um 3%

Hlutabréfaverð verslunarfyrirtækisins Haga og Fjarskipta hf. lækkaði um þrjú prósent í Kauphöll Íslands í dag.

Björgólfur enn undir feldi með formannsframboð SA

Björgólfur Jóhannsson, formaður Samtaka atvinnulífsins (SA) og forstjóri Icelandair Group, hefur ekki enn ákveðið hvort hann muni sækjast eftir endurkjöri á aðalfundi SA þann 29. mars næstkomandi.

Daði nýr forstöðumaður hjá Advania

Daði Friðriksson hefur verið ráðinn forstöðumaður mannauðslausnasviðs Advania. Á sviðinu starfa um fimmtíu manns sem fást við þróun, ráðgjöf og sölu og þjónustu á sviði mannauðslausna.

Tap Icelandic Water Holdings nam 1,2 milljörðum

Vatnsfyrirtækið Icelandic Water Holdings, sem rekur átöppunarverksmiðju í landi Hlíðarenda í Ölfusi, tapaði 10,9 milljónum Bandaríkjadala árið 2015 eða jafnvirði 1,2 milljarða króna.

Arion banki seldi fyrir 490 milljónir króna í Símanum

Arion banki minnkaði hlut sinn í Símanum um nærri helming á mánudag þegar bankinn seldi 150 milljónir hluta í félaginu, eða sem nemur tæplega 1,6 prósenta eignarhlut, á genginu 3,28 krónur á hlut, samkvæmt heimildum Markaðarins.

Bónusar Arion lækkuðu um 200 milljónir króna

Kaupaukagreiðslur sem Arion banki skuldbatt sig til að greiða starfsmönnum bankans og dótturfélaga námu 395 milljónum í fyrra. Bónusarnir lækkuðu úr 599 milljónum árið 2015 enda árangurstengdir.

Heildsalar lækka verð vegna komu Costco

Ölgerðin og Sláturfélag Suðurlands (SS) vinna að samningum við erlenda birgja um lægra innkaupsverð vegna innreiðar Costco hingað til lands.

Flogið að feigðarósi

Hlutabréf í Icelandair hafa haldið áfram að falla í Kauphöllinni í vikunni eftir einn svartasta dag í sögu félagsins. Bréf Icelandair hafa tapað ríflega 60% af virði sínu frá því síðasta vor.

Sláandi hve fáar konur séu í iðn- og verknámi

Tækniskólinn, í samstarfi við alla iðn- og verkmenntaskóla á landinu, stendur nú fyrir átakinu kvennastarf sem vísar til mýtunnar um að starfsgreinar geti flokkast í kvennastörf og karlastörf. Tveir kvenkynsnemar í matreiðslu- og atvinnuflugi segja sláandi hve fáar konur séu í iðnnámi.

Sjá næstu 50 fréttir