Fleiri fréttir

Vill að­komu fag­fjár­festa að flug­vellinum

Á næstu þremur árum er gert ráð fyrir um 30 milljarða króna framkvæmdum Isavia á Keflavíkurflugvelli. Flugvallarfjárfestar hafa sýnt áhuga. Auðveldara að sækja fjármagn en þekkinguna.

Vill mýkja ásýnd Isavia

Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia, segir að tengja þurfi betur saman þarfir viðskiptavina og framtíðarþróun Keflavíkurflugvallar. Fagfjárfesta þurfi að Isavia með sérþekkingu á rekstri flugvalla.

Viðskiptaráð segir brýnt að breyta samkeppnislögum

Viðskiptaráð Íslands telur brýnt að breyta samkeppnislögum. Veltuviðmið fyrir samruna séu margfalt lægri á Íslandi en á hinum Norðurlöndunum. Mál geti verið inni á borði Samkeppniseftirlitsins svo árum skiptir með tilheyrandi kostnaði. Um 40 prósentum af tíma eftirlitsins varið í samrunamál á síðasta ári.

Landspítalinn, löggan og Þekking vinna til verðlauna

Íslenskt verkefni sem Þekking, lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og Landspítalinn háskólasjúkrahús unnu að í sameiningu, sigraði í Media Management Award en tilkynnt var um úrslitin nú í morgun.

Bjarna blöskraði bjórverðið á barnum

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra skellti sér á barinn á Nordica Hilton hótelinu á Suðurlandsbraut um helgina þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hélt flokksráðsfund sinn um helgina.

Stundin hagnaðist um tíu milljónir

Útgáfufélagið Stundin ehf. hagnaðist um rúmlega tíu milljónir króna á árinu 2018. Það er aukning um fjórar milljónir frá árinu 2017.

Olíufélög bregðast við haldist heimsmarkaðsverð óbreytt

Íslensku olíufélögin segjast munu þurfa að hækka verð til neytenda ef skörp hækkun heimsmarkaðsverðs verður viðvarandi. Hækkunin muni þó ekki verða 20 prósent, eins og á mörkuðum erlendis, því að stór hluti verðsins sé föst gjöld. Heimsmarkaðsverðir hefur meiri áhrif á útgerðir og flugfélög.

Matthías keypti blokk á Akranesi af Heimavöllum hf.

Fjárfestirinn Matthías Imsland keypti nýlega fjórtán íbúða blokk á Akranesi af leigurisanum. Hann fjármagnaði kaupin með lánum til 50 ára frá Íbúðalánasjóði sem aðeins eru ætluð óhagnaðardrifnum leigufélögum. Slík félög þurfa að uppfylla ströng skilyrði en meðal annars eru arðgreiðslur bannaðar.

Lærði af mistökunum sem hún viðurkenndi

Sara Sturludóttir opnaði fallega blóma- og gjafavöruverslun í miðju íbúðahverfi í Kópavogi árið 2009 en ævintýrið endaði ekki líkt og Sara hafði óskað sér.

Krefjast lögbanns á smálánafyrirtæki Gísla

Neytendasamtökin hafa krafist þess að sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu leggi lögbann við því að Almenn innheimta ehf. og Gísli Kr. Björnsson innheimti kröfur vegna ólögmætra smálána.

Fleiri kveðja Arion banka

Rakel Óttarsdóttir, framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs Arion banka, hefur óskað eftir að láta af störfum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Arion banka.

Sigur Rós vísar til fordæmis Jóns Ásgeirs

Verjandi Orra Páls Dýrasonar vísaði til fordæmis mála sem Jón Ásgeir Jóhannesson og Bjarni Ármansson unnu fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu þegar hann krafðist þess að máli gegn honum vegna skattalagabrota yrði vísað frá Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.

Tvö þúsund hótelherbergi í pípunum

Fleiri en tvö þúsund hótelherbergi koma líklega inn á markaðinn á næstu árum. Gistinóttum hefur fjölgað hjá hótelum en fækkað á vefsíðum á borð við Airbnb.

Þráinn ráðinn framkvæmdastjóri VITA

Þráinn Vigfússon, sem undanfarin tíu ár hefur starfað sem fjármálastjóri VITA og Iceland Travel hefur verið ráðinn nýr framkvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar VITA, dótturfélags Icelandair Group.

Framsetning Hlyns skýrir áhrif skattbreytinga á fólkið í landinu

Hlynur Hallgrímsson "fæst við örhermun og vélnám í R til spágerðar. Alltaf að plotta eitthvað“. Svo segir á Twitter-síðu Hlyns sem hefur sett fram afar skýra leið fyrir landsmenn að reikna út hvaða áhrif breytingar á tekjuskattkerfinu hefur fyrir það.

Vandinn ekki krónan heldur kvaðir á banka

Benedikt Gíslason, nýr bankastjóri Arion, segir fjármögnun fyrirtækja eiga eftir að færast á skuldabréfamarkaðinn. Bankarnir ekki samkeppnisfærir. Stjórnvalda að svara hvort skoða eigi sameiningar.

Samdráttur hjá Iceland Travel

Tekjur Iceland Travel, dótturfélags Icelandair og einnar stærstu ferðaskrifstofu landsins, drógust saman um tæp 16 prósent á milli ára samkvæmt nýbirtum ársreikningi.

Vilja auðvelda flutning milli verðbréfamiðstöðva

Verðbréfamiðstöð Íslands (VBM) hefur rekið sig á lagalegar og tæknilegar samkeppnishindranir, og telur fyrirtækið nauðsynlegt að við fyrirhugaða lagasetningu verði horft til samkeppnissjónarmiða.

FISK-Seafood seldi í Brimi með 1,3 milljarða hagnaði

FISK-Seafood, dótturfélag Kaupfélags Skagfirðinga, seldi síðastliðinn sunnudag nærri 10,2 prósenta hlut sinn í Brimi, sem útgerðarfyrirtækið hafði að stærstum hluta eignast aðeins þremur vikum áður, með rúmlega 1.300 milljóna króna hagnaði.

Sjóður Stefnis kaupir í Men&Mice

SÍA III getur stutt við fyrirtækið í vaxtarfasa. Men&Mice starfar á markaði sem vex 10-20 prósent á ári. Fjárfestingarsjóðir í rekstri bankanna hafa hingað til einkum fjárfest í rótgrónari rekstrarfélögum.

PCC gæti þurft fimm milljarða innspýtingu

Hluthafar kísilversins á Bakka kanna fjármögnunarleiðir til að bæta fjárhagsstöðuna. Leitað til íslenskra lífeyrissjóða um að leggja til frekara fjármagn ásamt þýska fyrirtækinu PCC SE.

Myndi ekki sakna Tesla.is

Bandaríski rafbílaframleiðandinn Tesla kannar nú hvað hann getur gert í vefsíðunni Tesla.is, sem tengist bílaframleiðandanum ekki neitt

DV tapaði 240 milljónum

Útgefandi DV og vefmiðla þess, félagið Frjáls fjölmiðlun ehf., tapaði næstum 240 milljónum króna á síðasta ári

Sjá næstu 50 fréttir