Eyjafjallajökull tók átján ár í að búa sig undir heimsfrægðina
Jarðvísindamenn tóku fyrst eftir því árið 1992 að Eyjafjallajökull væri farinn að sýna merki um kvikuinnstreymi, sem svo leiddi til eldsuppkomu árið 2010. Í tilefni tíu ára afmælisins hefur Stöð 2 gert tvo þætti um eldgosið sem gerði Ísland frægara en nokkru sinni fyrr. Hér má sjá upphafskafla fyrri þáttar.