Stærsta ósýnilega fyrirtæki Íslands

„Það var stefna hjá mér að láta ekkert á þessu bera. Þá er maður ekkert að segja of mikið,“ segir Hjalti Einarsson vélvirki í þættinum „Um land allt“. Hann stofnaði ásamt eiginkonu sinni, Kristjönu Jóhannesdóttur, Vélaverkstæði Hjalta Einarssonar í bílskúr í Hafnarfirði fyrir 43 árum. Þar starfa nú 550 manns, auk 150-200 undirverktaka, og hefur VHE verið kallað stærsta ósýnilega fyrirtæki Íslands. Þrjú börn þeirra stýra nú fyrirtækinu undir forystu eldri sonarins, Unnars Steins, sem orðinn er aðaleigandi. Þetta er síðari þáttur af tveimur um Hjalta og fjölskyldu hans.

35412
27:05

Vinsælt í flokknum Um land allt