Almannavarnir hafa lýst yfir óvissustigi á Reykjaneshrygg
Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi Almannavarna í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum vegna vísbendinga um kvikusöfnun vestan við fjallið Þorbjörn á Reykjanesskaga. Nokkuð landris hefur mælst þar síðustu daga og þá hefur jarðskjálftahrina verið í gangi á svæðinu.