Trump eyðir óvissunni
Donald Trump Bandaríkjaforseti mun í kvöld kynna nýja tolla á innflutningsvörur til Bandaríkjanna. (LUM START) Ekki liggur fyrir gegn hvaða löndum tollarnir munu beinast, á hvaða vörur þeir leggjast, og hversu háir þeir verða. Trump mun kynna tollana á blaðamannafundi í Hvíta húsinu klukkan átta í kvöld, að íslenskum tíma, og hefur talað um daginn í dag sem „frelsisdag fyrir Bandaríkin“.