Ísland í dag - Dúndur veitingastaðir á hjólum fara í öll úthverfin og landsbyggðina!

Eitt af því skemmtilegasta sem Covid 19 leiddi af sér eru ævintýralega góðir veitingastaðir á hjólum sem nú fara í öll úthverfi Reykjavíkur og miðborgina og svo í framhaldinu útá landsbyggðina. Matur í hæsta gæðaflokki færður til okkar heim í hverfin okkar. Og fjölbreytnin er mikil. Enda hafa þessir veitingastaðir slegið þvílíkt í gegn. Og svo hafa margir rótgrónir veitingastaðir landsins snúið vörn í sókn og bjóða nú uppá að tekinn sé matur heim og einnig heimsendingarþjónustu. Vala Matt fór fyrir Ísland í dag í sælkeraleiðangur og skoðaði dýrindis matarvagna og veitingastaði í nýju umhverfi heimsfaraldurs.

2342
11:03

Vinsælt í flokknum Ísland í dag