Viðtal við Carl Baudenbacher um þriðja orkupakkann
Carl Baudenbacher fyrrverandi forseti EFTA-dómstólsins segir að ef Ísland myndi ekki staðfesta ákvörðun um innleiðingu þriðja orkupakkans myndi það virkja 102. gr. EES-samningsins sem felur í sér að gildistöku reglna þriðja orkupakkans yrði frestað til bráðabirgða hjá öllum EFTA/EES-ríkjunum þremur. EFTA-ríki hefur aldrei farið slíka leið áður og að sögn Baudenbachers er óvissa um hvaða afleiðingar það hefði gagnvart Evrópusambandinu og veru Íslands í EES-samstarfinu að beita slíku úrræði á þessum tímapunkti.