RAX augnablik - Flóð

Í desember árið 2006 flæddu Hvítá, og Litla og Stóra Laxá yfir bakka sína með þeim afleiðingum að stórt landsvæði á Suðurlandi var þakið vatni. Stór hópur hrossa lenti í sjálfheldu úti í vatninu í hávaðaroki og miklum öldugangi. Björgunarsveit var ræst út til að koma hrossunum til bjargar og RAX var á staðnum og náði myndum af björgunaraðgerðunum þar sem björgunarsveitin þurfti að reka hrossin á sund til þess að koma þeim í land.

11379
05:35

Vinsælt í flokknum RAX Augnablik