Ísland í dag - Faðmlög ekki úrslitakostur í hæfni foreldra
Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir listfræðingur og aktívisti fordæmir þá umræðu sem myndaðist í kringum mál Freyju Haraldsdóttur er varðar fatlaða foreldra. Hún segir að fólk eigi fyrirfram ekki að ákveða hvað fólk með fötlun getur og segir faðmlög ekki úrslitakost í hæfni foreldra til þess að annast börn. Við hittum Ingu Björk nú á dögunum en hún gímir við taugahrörnunarsjúkdóminn SMA og notar hjólastól í daglegu lífi. Hún útskýrir NPA aðstoðina og hvernig hún virkar fyrir hennar fjölskyldu en hún og sambýliskona hennar eignuðust son fyrir einu og hálfu ári.