Mikill reykur af gróðureldum við eldstöðvarnar
Fjöldi fólks hefur lagt leið sína að eldgosinu á Reykjanesi í dag í ágætu veðri en mjög erfiðum aðstæðum vegna mikils reyks frá gróðureldum. Glóandi hraunið hefur náð að kveikja í mosa og sinu og er töluverð hætta á að fólk fái reykeitrun.