Ísland í dag - Sakar Rauða Krossinn og SÁÁ um hræsni vegna reksturs spilakassa
Alma Björk Hafsteinsdóttir hafði verið í bata frá spilafíkn í tæp tólf ár þegar hún byrjaði aftur að spila og tapaði þá öllum sínum eignum. Hún hefur nú helgað líf sitt baráttunni gegn þessum lævísa sjúkdóm en hún segir spilafíkla sjaldnast fá rétta greiningu á vanda sínum, meðferðarúrræði séu alltof fá og að þekkingu á spilafíkn skorti almennt í heilbrigðiskerfinu.