Hiti í hvalveiðiumræðum á þinginu
Heitar umræður sköpuðust um frumvarp um bann hvalveiða, sem var kynnt á Alþingi í dag. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins lýsti því yfir að frumvarpið væri illa ígrundað og sakaði flutningsmenn frumvarpsins um rangfærslur í greinargerð með frumvarpinu.