Tveir grunaðir um mansal
Tveir menn hafa verið úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald vegna gruns um að hafa ætlað sér að hagnýta tvær stúlkur undir átján ára aldri sem komu til landsins í mansali. Annar mannanna var skráður faðir stúlknanna í kerfum íslenskra stjórnvalda en rannsókn á lífsýnum leiddi í ljós að það var ekki rétt.