Var beðinn um upplýsingar um unga leikmenn
Knattspyrnuþjálfari hefur lent í því að fá skilaboð þar sem hann var inntur eftir upplýsingum um stöðu liðsins fyrir leik barna og ungmenna í þriðju deild. Fólkið vildi upplýsingarnar fyrir veðmál. Hann óttast að börn verði fyrir óeðlilegum þrýstingi í æskulýðsstarfi.