Lögregla leitar sex manna vegna gruns um að þeir séu smitaðir af kórónuveirunni
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar nú að sex mönnum til viðbótar við Rúmenann sem leitað hefur verið að í dag, vegna gruns um að þeir séu smitaðir af kórónuveirunni. Talið er að þessir sex tengist rúmensku sexmenningunum sem komu til landsins á þriðjudag, en tvö virk covid smit greindust í þeirra hópi. Talið er að fólkið hafi komið víða við á landinu.