Á móti straumnum - sýnishorn
Fylgst með transkonunni Veigu Grétarsdóttur sem rær á kajak í kringum Ísland rangsælis, eða á móti straumnum, í þrjá mánuði. Samhliða tekst hún á við sjálfa sig í kynleiðréttingarferlinu og gefur myndin innsýn í innri baráttu Veigu um líf eða dauða hvort sem er í lífinu sjálfu eða ein úti á kajak. Leikstjóri er Óskar Páll Sveinsson.