Kom ekki í Hvassahraun til að hlusta á flugvélar
Einn fárra íbúa Hvassahrauns kveðst ekki hafa flutt þangað til að hlusta á flugvélar en segist þó ekki ætla að hlekkja sig við jarðýtur til að hindra flugvallagerð. Landið sem rætt er um að fari undir flugvöll er í eigu Fjáreigendafélags Reykjavíkur og erfingja frístundabænda, alls á þriðja hundrað einstaklinga.