Hvalur sem hlaut slæman dauðdaga

Hræ af hvalskálfi vakti athygli vegfaranda við ströndina við Innri Njarðvík í gær. Hvalurinn virðist hafa hafa flækst í línu af veiðarfærum og hlotið slæman dauðdaga. Hræið virðist vera af Hnúfubaki en hann virðist hafa flækst í veiðarfærum með þeim afleiðingum að lína vafðist utan um höfuð hans. Fullorðnir hvalir syntu við hræið sem var farið að bólgna upp þegar myndir af því voru teknar. Hvalirnir syntu svo áleiðis á haf út.

16610
01:10

Vinsælt í flokknum Fréttir