Erfið staða hjá Félagsbústöðum
Stjórnarformaður Félagsbústaða Reykjavíkur segir að hækka þurfi húsaleigu um sex og hálft prósent til að standa undir aukinni greiðslubyrði lána sem tekin voru til að fjármagna endurbætur og viðhald á húsnæði í eigu félagsins.