Ísland í dag - Ítalskur hönnuður innréttar á Héðinsreit
Einn af þekktustu arkitektum og hönnuðum Ítala Marco Piva hefur fengið það verkefni að innrétta íbúðirnar í nýju húsunum við sjóinn á Héðinsreitnum í Vesturbænum. Þar mun hann verða með þrjár mismunandi innréttingar og stíla til að velja á milli og það verður í samstarfi við hið heimsþekkta fyrirtæki Cassina. Marco Piva er jafnvígur á hönnun húsa, innréttinga og iðnhönnun þar sem hann hefur teiknað og hannað mjög flotta hluti. Sem dæmi má nefna ofna sem hann hefur hannað sem eru eins og skúlptúrar á veggjunum og algjört augnayndi. Vala Matt fór fyrir Ísland í dag og hitti Marco Pva á teiknistofunni hans í Mílano þar sem hann er fæddur og uppalinn.