Heklar borðtuskur til að komast í Oxford
Þrettán ára stelpa á Selfossi situr við alla daga og heklar borðtuskur af miklum móð. Ástæðan er sú að hún fékk óvænt inngöngu á sumarnámskeið í Oxford háskóla í London í enskum bókmenntum og skapandi skrifum, fyrst Íslendinga. Hún fjármagnar skólagjöldin með sölu á tuskunum.