Fjölskyldan í Svartárkoti í Bárðardal heimsótt
Svartárkot í Þingeyjarsveit er heimsótt í þættinum Um land allt á Stöð 2. Bærinn telst hluti af hálendi Íslands en þar er landbúnaður stundaður í 400 metra hæð yfir sjávarmáli. Samt er þetta fjölmennasta jörð Bárðardals. Þaðan koma körfuknattleikskappinn Tryggvi Snær Hlinason og móðir hans, Guðrún Tryggvadóttir, fyrsta konan til að gegna formennsku í Bændasamtökum Íslands.