Skrýtnasta gata Reykjavíkur og húsin á hjólum
Ein sérkennilegasta gata Reykjavíkur er án efa gatan þar sem nokkrir heimsborgarar hafa ákveðið að búa í húsum sem öll eru á hjólum þannig að hægt er að keyra þau um landið eða á milli landa á auðveldan hátt. Til dæmis þeir sem búa hér á sumrin og keyra svo suður Evrópu í sólina til Spánar og búa þar yfir vetrarmánuðina. Vala Matt fór fyrir Ísland í dag og heimsótti hjónin Guðríði Gyðu Halldórsdóttur og Vilberg Guðmundsson sem hún heimsótti á sínum tíma fyrir Ísland í dag og fór þá til þeirra í innlit. En nú eru þau föst hér vegna Covid og tók Vala púlsinn á þeim á þessum skrýtnu tímum. Og svo kíkti Vala einnig inn til fyrrverandi útvarpsmannsins Sveins Snorra Sighvatssonar sem er alsæll í sínu litla húsi með hjólin tilbúin undir húsinu að færa hann hvert sem er í heiminum. Ísland í dag í kvöld kl.18.55 strax að loknum fréttum og sporti.