Hringborðið stærsti alþjóðlegi vettvangur um málefni Norðurslóða
Þriggja daga þing Hringborðs norðurslóða, Arctic Circle, hófst í Reykjavík í morgun. Ólafur Ragnar Grímsson, stofnandi og formaður Hringborðsins, segir það tvímælalaust stærsta alþjóðlega vettvang um málefni norðurslóða. Tvöþúsund manns frá yfir sextíu löndum sækja þingið í ár.