Mjófirðingar segja frá byggðinni að vetrarlagi
Kristján Már Unnarsson kynnist lífi Mjófirðinga að vetrarlagi í þættinum Um land allt. Mjóifjörður hefur þá sérstöðu austfirskra byggða að þangað er ófært landleiðina yfir vetrarmánuði. Skólahald hefur lagst af og ellefu íbúar treysta á ferjusiglingar tvisvar í viku til Neskaupstaðar. Þáttinn má nálgast á streymisveitunni Stöð 2+.