Velta því upp hvort göngufólk sé helst til nálægt gígunum
Rannsóknarstofa í eldfjallafræði og náttúruvá, Háskóli Íslands minnir á að afl eldgossins við Litla-Hrút sé verulegt og útflæðið sömuleiðis. Þetta myndefni sýni aðra mynd af gígunum en vefmyndavélar. Þá er því velt upp hvort göngufólk sé helst til nálægt gígunum.