Ísland í dag - Unnur var burðardýr fyrir smyglhring í Hong Kong

Unnur Guðjónsdóttir er mikil ævintýrakona. Hún er landsþekkt fyrir ferðir sínar með hópa Íslendinga til Kína í yfir 40 ár sem hafa slegið í gegn. Og svo hefur hún haldið fyrirlestra og námskeið tengd Kína. Og í Kína lenti hún einnig í ýmsum ævintýrum. Gerðist til dæmis smyglari fyrir smyglhring í Hong Kong. Og þurfti að múta lögreglunni oftar en einu sinni. Unnur segist kannski munu verða stoppuð ef hún ætlar aftur til Kína vegna þessara uppljóstrana. En Unnur er eldhress og hamingjusöm í “kínversku” íbúðinni sinni á Njálsgötunni, með sitt flotta Kínasafn Unnar. Og svo fer hún reglulega í ævintýralegan sumarbústað sinn við Elliðavatn sem á engan sinn líkan. Vala Matt fór og heimsótti þessa kjarnakonu og fékk að heyra af hennar lygilegu ævintýrum og fékk einnig að skoða mega flott heimilið hennar.

13034
12:18

Vinsælt í flokknum Ísland í dag