Samið um smíði nýs hafrannsóknaskips

Samningur um smíði nýs hafrannsóknaskips var undirritaður í höfuðstöðvum Hafrannsóknastofnunar í Hafnarfirði nú síðdegis. Ráðherrarnir Bjarni Benediktsson og Svandís Svavarsdóttir, ásamt Þorsteini Sigurðssyni, forstjóra Hafró, skrifuðu undir samninginn við fulltrúa skipasmíðastöðvar í Vígó á Spáni. Alþingi samþykkti smíði skipsins á hátíðarfundi á Þingvöllum sumarið 2018 í tilefni eitthundrað ára fullveldisafmælis. Áætlað er smíðin kosti 4,7 milljarða króna og að skipið verði tilbúið haustið 2024.

228
00:40

Vinsælt í flokknum Fréttir