Mikil gliðnun hefur orðið í Grindavík
Verulega hefur dregið úr gosvirkni við Grindavík og hraun streymir aðeins úr tveimur gígum í sprungunni fjær bænum. Altjón varð á þremur húsum sem urðu hrauninu að bráð og mikil gliðnun hefur orðið í Grindavík samhliða jarðhræringunum síðasta sólarhringinn.