Neyðarlínan - Eignuðust barn í bíl

„Rembingurinn kom bara í bílnum og svo fann ég þegar belgurinn sprakk og vatnið fór,“ segir Bergný Ösp Sigurðardóttir sem eignaðist barn í bíl í miðju Oddsskarði í sumar. Barnsfaðir hennar, Guðni Tómasson, þurfti að taka á móti barninu en starfsmaður Neyðarlínunnar leiðbeindi honum í gegnum síma. Barnið kom í heiminn um 10 mínútum eftir að þau hringdu í 112. Ítarlega verður fjallað um málið í öðrum þætti af Neyðarlínunni á Stöð 2, annað kvöld kl. 20.10 en hægt er að sjá brot úr þættinum hér fyrir ofan. Auk þess verður fjallað um hinn 3 ára Alexander Gabríelsson sem kveikti í heima hjá sér fyrir slysni og afar litlu mátti muna að illa færi.

15915
00:55

Vinsælt í flokknum Neyðarlínan