Hápunktar úr leik Íslands og Japan - Þorsteinn J & gestir

Íslenska handboltalandsliðið fór á kostum í kvöld í Linköping í Svíþjóð og rúllaði upp japanska landsliðinu með 14 marka mun, 36-22. Tilþrif Íslendinga voru oft á tíðum stórkostleg og í þætti Þorsteins J. & gestir voru hápunktar leiksins rammaðir inn með þessum hætti – og skreytt með frábæru lagi frá Eberg „The right thing to do“. Kannski hefur þjálfarateymi Íslands verið með þetta lag í gangi á meðan þeir klipptu leiki japanska liðsins í ræmur á USB-lykla fyrir landsliðsmennina? Hvað sem þeir gerðu þá virkaði það vel. Góða skemmtun.

6586
01:10

Vinsælt í flokknum Handbolti