Varnar­liðið: Kalda­stríðs­út­vörður - sýnis­horn

Heimildamyndin Varnarliðið - Kaldastríðsútvörður er saga Bandaríkjahers á Íslandi 1951-2006. Myndinni er leikstýrt af Konráð Gylfasyni og Guðbergi Davíðssyni. Þeir skrifa einnig handrit myndarinnar sem þeir byggðu á rannsóknarvinnu Friðþórs Eydal sem er sérstaklega fróður um varnarliðið. Í myndinni er meðal annars rætt við fyrrum hermenn og íslenska starfsmenn Varnarliðsins, sem segja sögur úr lífi sínu og af samskiptum við herinn. Mikið af myndefni sem ekki hefur sést áður hefur verið safnað saman bæði hér á Íslandi og erlendis. Framleiðandi myndarinnar er Ljósop og er meðframleiðandi myndarinnar KAM film sem hefur áður framleitt kvikmynd um herstöðina. Myndin er unnin í samvinnu við RÚV. Þulur í myndinni er Sigurþór Heimisson, leikari.

2799
01:12

Næst í spilun: Íslenskar kvikmyndir

Vinsælt í flokknum Íslenskar kvikmyndir