Viðtal: Kristrún Frostadóttir
Það viðhorf virðist hafa fest rætur að gott sé að ríkissjóður skuldi sem minnst en það byggist á misskilningi að mati Kristrúnar Frostadóttur aðalhagfræðings Kviku banka. Hún segir óskynsamlegt að skuldir ríkissins lækki mikið meira sem hlutfall af landsframleiðslu vegna þess mikilvæga hlutverks sem ríkið gegnir á skuldabréfamarkaði.