Það versta eigi enn eftir að skella á
Minnst sextán hafa tapað lífi í hamfaraflóðunum í Mið-Evrópu og nokkurra er saknað. Yfirvöld vara við því að það versta eigi enn eftir að skella á. Á annað hundrað hafa þá farist í flóðum í Mjanmar og hundruð þúsunda hafa yfirgefið heimili sín í Sjanghæ vegna fellibyljar og flóða.