Endurkoman ótrúlega er KR vann Breiðablik á Meistaravöllum
KR vann í gær dramatískan 4-3 sigur á Breiðabliki í úrslitakeppni efri hluta Bestu deildar karla í fótbolta. Tvö mörk í uppbótartíma sáu til þess að þeir svarthvítu unnu sigur í lokaleik þjálfara liðsins, Rúnars Kristinssonar, á Meistaravöllum.