Bændur verða að skila af sér fé til aflífunar
Yfirdýralæknir segir vonir standa til þess að riðusmit sé ekki útbreitt í Miðfjarðarhólfi en bændur þurfi samt sem áður að skila af sér fé til aflífunar vegna smithættu. Formaður bændasamtakanna segir regluverk um bætur til bænda, sem verða fyrir tjóni, vera barn síns tíma.