Ísólfsskáli heimsóttur í fylgd Guðbergs Bergssonar
Guðbergur Bergsson rithöfundur segir frá Ísólfsskála, fæðingarstað sínum, í þættinum Um land allt á Stöð 2. Undir ógn jarðelds, sem upp kom í Geldingadölum, aðeins fjóra kílómetra frá bæjarhúsunum, hittum við fleiri afkomendur bændanna. Guðbergur rifjar upp minningar æskuáranna og sér hraunið leggjast yfir Nátthaga þar sem hann forðum lék sér við kýrnar.