Uppgjafartónn og ofsóknaræði í æðstu ráðamönnum Rússlands
Uppgjafartónn og ofsóknaræði er hlaupið í æðstu ráðamenn Rússlands sem segja Vesturlönd hafa sameinast um að gjöreyða Rússlandi. Vestrænir leiðtogar heita því að standa saman þar stríðinu ljúki með sneypuför Putins. Nú er talið að minnsta kosti þrjú hundruð manns hafi fallið í árás Rússa á leikhús í Mariupol.