Viðtal við Leif Breiðfjörð og Sigríði G. Jóhannsdóttur
Í dómkirkju skosku þjóðkirkjunnar í Edinborg, St. Giles kirkjunni er mikilfenglegur steindur gluggi til minningar um þjóðskáldið Robert Burns. Flestum kemur á óvart að höfundur þessa minnisvarða um þjóðskáldið er Íslendingurinn Leifur Breiðfjörð. Rætt var við Leif og Sigríði í kvöldfréttum Stöðvar 2.