Gleðin allsráðandi í Ólafsvík
Gleðin var allsráðandi á Hinseginhátíð Vesturlands sem fór fram í Ólafsvík í dag. Þar var að sjálfsögðu gengin gleðiganga líkt og tíðkast á sambærilegri hátíð sem haldin er í Reykjavík ár hvert. Skipuleggjendur hátíðarinnar reikna með að um þúsund manns hafi tekið þátt í hátíðarhöldunum í dag.