Alþingi

Alþingi

Fréttir af löggjafarþingi Íslendinga, þingmönnum og fleiri tengdum málum.

Fréttamynd

Gagnrýnir þátt fjölmiðla í mótmælunum

Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn gagnrýnir frásagnir fjölmiðla af mótmælum á Austurvelli og segir að það sé eins og þeir hafi verið að ýta undir eitthvað. „Ég þurfti að skamma fjölmiðlamann,“ sagði Geir Jón. Hann sagði þó að sumir fjölmiðlamenn hefðu verið ábyrgir.

Innlent
Fréttamynd

Uppgjörs er þörf

Undir lok desember skýrði Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, frá því að á fyrstu mánuðum þessa árs myndi skýrast hver yrði niðurstaðan í fyrstu málunum af þeim um fimmtíu sem hann hefur til rannsóknar. Nú er rétt rúmt ár frá því að komið var á fót embætti sérstaks saksóknara til að rannsaka mögulega saknæma þætti tengda bankahruninu hér.

Fastir pennar
Fréttamynd

Bréf forsetans ekki afhent

Níu af þeim sautján bréfum, sem forseti Íslands sendi rannsóknarnefnd Alþingis vegna rannsóknar á orsökum bankahrunsins, verða ekki gerð opinber fyrr en 30 ár eru liðin frá því að þau voru rituð. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur staðfest synjun forsetaskrifstofunnar við því að gera bréfin opinber.

Innlent
Fréttamynd

Jón Ásgeir ekki kallaður fyrir rannsóknarnefndina

Útrásavíkingurinn Jón Ásgeir Jóhannesson hefur ekki verið kallaður til skýrslutöku hjá rannsóknarnefnd Alþingi samkvæmt bloggi Sölva Tryggvasonar, fjölmiðlamanns. Samkvæmt heimildum Vísis hefur Bjarni Ármannsson, fyrrum bankastjóri Glitnis, ekki heldur verið kallaður fyrir nefndina.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sérfræðinganefnd skipuð vegna skýrslu rannsóknarnefndar

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, hefur skipað nefnd sérfræðinga sem gera mun tillögur til ríkisstjórnar og Stjórnarráðsins um viðbrögð af hálfu stjórnsýslunnar við skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um aðdraganda og orsakir bankahrunsins 2008.

Innlent
Fréttamynd

Verkefnið er að varpa ljósi á heildarmyndina

Páll Hreinsson, formaður rannsóknarnefndar Alþingis, segir að verkefni nefndarinnar sé fyrst og fremst að útskýra stóru heildarmyndina um aðdraganda og orsakir falls íslensku bankanna. Hann bendir á að í lögum um nefndina sé tekið fram að ekki sé heimilt að nota upplýsingar sem einstaklingur hefur veitt nefndinni sem sönnunargagn í sakamáli sem höfðað er gegn honum.

Innlent
Fréttamynd

Þrjú dómaraefni tilnefnd í Mannréttindadómstólinn

Ríkisstjórnin samþykkti í morgun tillögu Rögnu Árnadóttur, dómsmála- og mannréttindaráðherra, um að tilnefna Davíð Þór Björgvinsson, núverandi dómara við Mannréttindadómstólinn, Hjördísi Björk Hákonardóttur hæstaréttardómara og Pál Hreinsson hæstaréttardómara og formann Rannsóknarnefndar Alþingis, sem dómaraefni af Íslands hálfu við Mannréttindadómstól Evrópu.

Innlent
Fréttamynd

Ekki fá allir andmælarétt í rannsóknarskýrslu

Formaður rannsóknarnefndar Alþingis, Páll Hreinsson, segir misskilning að þeir sem fái andmælarétt verði sendar skýrsla rannsóknarnefndar til þess að gera athugasemdir við hana. Hann bendir á lög um rannsóknarnefndina en þar segir orðrétt:

Innlent
Fréttamynd

Kjartan ekki kallaður fyrir Rannsóknarnefndina

Endurskoðunarnefnd gamla Landsbankans sem bar lögum samkvæmt að ganga úr skugga um að nægjanlegt eftirlit væri með Icesave og rekstri bankans hefur ekki verið boðuð í yfirheyrslu hjá Rannsóknarnefnd Alþingis. Í endurskoðunarnefndinni sátu Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, Þorgeir Baldursson í Odda og Andri Sveinsson, fjármálastjóri hjá Novator.

Innlent
Fréttamynd

Björgólfsfeðgar ekki kallaðar fyrir Rannsóknarnefnd Alþingis

Hvorki Björgólfur Guðmundsson né Björgólfur Thor Björgólfsson hafa verið kallaðir fyrir Rannsóknarnefnd Alþingis um bankahrunið. Björgólfur eldri mun hafa sent nefndinni gögn að eigin frumkvæði en þeir hafa hvorugir verið yfirheyrðir í tengslum við rannsóknina á aðdraganda og orsökum bankahrunsins.

Innlent
Fréttamynd

Rannsóknarnefnd gefur ekkert upp um andmælakostinn

Rannsóknarnefnd Alþingis gefur ekki upp hvenær þeim sem fjallað er um í skýrslu nefndarinnar og talið er að hafi orðið á mistök eða orðið uppvísir af mistökum í starfi verður gefinn kostur á að andmæla því sem sagt er um þá.

Innlent
Fréttamynd

Er prins einn æðstu manna Serbíu?

Skrifstofa forseta meðhöndlar bréf forseta Íslands til krónprins Serbíu sem bréf til þjóðhöfðingja eða æðsta forsvarsmanns ríkis. Ísland viðurkennir ekki tilkall krónprinsins til ríkis í Serbíu. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál á eftir að fjalla um afhendingu nokkurra bréfa sem rannsóknarnefnd Alþingis fékk frá forseta.

Innlent
Fréttamynd

Stöndum öll undir dómi Guðs

„Hin tæra, íslenska viðskiptasnilld var hátt rómuð, en lítt var spurt út í heilindi og heiðarleika, aga og trúfesti. Afleiðingin verður menning gagnkvæmrar tortryggni og vantrausts,“ sagði Karl Sigurbjörnsson, biskup þjóðkirkjunnar, í áramótaávarpi.

Innlent
Fréttamynd

Íslenskt vatn verði skilgreint sem almannaeign

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra vill að íslenskt vatn verði skilgreint sem almannaeign í stjórnarskránni. Þetta sagði Jóhanna í áramótaávarpi sínu í kvöld. Hún benti á að milljarður manna býr við skort á þeirri lífsundirstöðu sem fólgin er í hreinu vatni og hálfur þriðji milljarður hefði ekki aðgang að vatni sér til hreinlætis.

Innlent
Fréttamynd

Níu þingmenn eiga að vinna úr rannsóknarskýrslunni

Alþingi kýs í dag nefnd níu þingmanna til að gera tillögur um viðbrögð Alþingis við skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Þessari nefnd er meðal annars ætlað að taka afstöðu til þess hvort tilefni sé til að höfða mál gegn ráðherrum fyrir Landsdómi fyrir brot á lögum um ráðherraábyrgð í aðdraganda bankahrunsins.

Innlent
Fréttamynd

Allir nema sjálfstæðismenn hafa gengið frá tilnefningum

Eftir því sem fréttastofa kemst næst hafa allir flokkar að Sjálfstæðisflokki undanskildum gengið frá því hvaða þingmenn munu sitja í nefndinni sem ætlað er að fjalla um skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis sem skilað verður í lok janúar á nýju ári. Þau Oddný G. Harðardóttir og Magnús Orri Schram munu sitja í nefndinni fyrir hönd Samfylkingar.

Innlent
Fréttamynd

Ætla að tilnefna fulltrúa í þingnefndina

Þingflokkur Hreyfingarinnar áformar að tilnefna fulltrúa í þingnefnd sem ætlað er að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis þrátt fyrir að allar breytingartillögur þingflokksins hafi verið felldar í atkvæðagreiðslu í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Lög samþykkt um þingmannanefnd

Ekki náðist samstaða á Alþingi um frumvarp forsætisnefndar um rannsókn á aðdraganda og orsökum bankahrunsins. Þingmenn Hreyfingarinnar sátu hjá í atkvæðagreiðslu þegar frumvarpið var samþykkt í morgun.

Innlent
Fréttamynd

„Hreyfingin gefur þingmönnum puttann"

Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, gagnrýndi málflutning þingmanna Hreyfingarinnar í umræðum á Alþingi í dag um þingnefnd sem ætlað er að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Hún sagði Hreyfinguna gefa Alþingi puttann.

Innlent
Fréttamynd

Fyrningu ráðherrabrota seinkað

Möguleg brot á lögum um ráðherraábyrgð fyrnast á fjórum árum en ekki þremur, nái breytingar allsherjarnefndar Alþingis á frumvarpi til breytinga á lögum um rannsókn á falli bankanna og tengdum atburðum fram að ganga. Nefndin afgreiddi breytingartillögu þar um á fundi í gærmorgun.

Innlent
Fréttamynd

Ráðherraábyrgð Davíðs og Halldórs fyrnd

Embættisfærslur Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar í embætti forsætisráðherra koma ekki til skoðunar sérstakrar þingmannanefndar sem verður gert að kanna möguleg brot á lögum um ráðherraábyrgð í aðdraganda hrunsins.

Innlent
Fréttamynd

Nefnd um rannsóknarnefnd skipuð fyrir áramót

Níu manna þingmannanefnd sem ætlað er að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis verður væntanlega skipuð fyrir áramót. Þingmenn vilja skipa í nefndina sem fyrst til að koma í veg fyrir frekari fyrningu brota sem snerta ráðherraábyrgð.

Innlent
Fréttamynd

Engir minnispunktar af 18 fundum Baldurs

Engir minnispunktar eru til í fjármálaráðuneytinu um átján fundi, sem haldnir voru frá janúar 2007 til október 2008 og Baldur Guðlaugsson þáverandi ráðuneytisstjóri sat, ýmist með aðilum frá Seðlabankanum, ráðherrum eða fjármálaeftirliti.

Innlent
Fréttamynd

Hæstaréttardómarar hugsanlega vanhæfir

Ráðherrar Sjálfstæðisflokksins skipuðu alla dómara við Hæstarétt og að minnsta kosti tveir þeirra hafa gegnt trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Fjórir af níu dómurum í Hæstarétti gætu orðið vanhæfir til að dæma í málum sem tengjast bankahruninu.

Innlent
Fréttamynd

Segir frumvarp um Rannsóknarnefnd Alþingis meingallað

Fyrirliggjandi frumvarp um Rannsóknarnefnd Alþingis er meingallað að mati Þórs Saari, þingmanns Hreyfingarinnar. Hann segir að frumvarpið geri ráð fyrir að þingið rannsaki sig sjálft og að upplýsingum sé leynt fyrir almenningi.

Innlent