Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Skrifstofa Landskjörstjórnar fundaði nú síðdegis með formönnum yfirkjörstjórna landsbyggðarkjördæmanna þriggja, vegna aftakaveðurspár fyrir komandi kjördag. Framkvæmdastjóri Landskjörstjórnar segir enn stefnt að því að kjörfundur fari fram alls staðar á laugardag, en hvorki fólk né atkvæði verði lögð í hættu. Innlent 26. nóvember 2024 16:46
Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Hópur kvikmyndagerðarmanna hefur lýst yfir stuðningi við Lilju Dögg Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra. Lilja kynnti á dögunum framtíðarsýn og aðgerðaáætlun í málefnum kvikmyndagerðar. Innlent 26. nóvember 2024 14:51
Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Landskjörstjórn fundar nú síðdegis vegna slæmrar veðurspár á kjördag á Austurlandi og Norðvesturlandi. Innlent 26. nóvember 2024 14:14
Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Kappleikarnir, öðruvísi og skemmtilegur kosningaþáttur, eru beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 og Vísi í kvöld. Frambjóðendur tíu flokka mætast í myndveri og svara spurningum um þau mál sem helst brenna á ungu fólki. Innlent 26. nóvember 2024 14:03
HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Lögrétta, félag laganema við Háskólann í Reykjavík, stendur fyrir hádegismálþingi með fulltrúum þeirra flokka sem bjóða fram til Alþingis í komandi þingkosningum. Innlent 26. nóvember 2024 11:32
Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins hvílir hugann með góðri tónlist, ræktun á grænmeti og hreyfingu. Lífið 26. nóvember 2024 11:32
Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Fyrrverandi bæjarfulltrúi Miðflokksins, sem gekkst við því í gær að hafa kostað færslu á Facebook-síðu flokksins í Suðurkjördæmi í óþökk fyrrum samherja sinna, stendur fast á sínu og sér lítið athugavert við það sem hann gerði. Hann segist eiga tilkall til síðunnar sem stofnandi hennar. Innlent 26. nóvember 2024 11:09
Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Hneykslismál stjórnmálamanna hafa alls ekki jafn mikið vægi hjá kjósendum og þeim er gefið í stjórnmálaumræðunni og í fjölmiðlum. Þetta segir Eiríkur Bergmann, stjórnmálafræðiprófessor, og Þóra Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Maskínu, tekur undir. Innlent 26. nóvember 2024 10:40
Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur „Ertu búinn?“ spurði Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, í orðaskaki við Heimi Karlsson, einn þáttastjórnanda Bítisins á Bylgjunni, þegar síðarnefndi sagði marga velta því fyrir sér í hvað skattpeningarnir væru að fara. Innlent 26. nóvember 2024 10:11
Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Kristín Edwald formaður landskjörstjórnar segir mikilvægt að fólk vandi sig í kjörklefanum. Það eigi bara að setja X við sitt framboð og vilji það breyta eða strika út megi aðeins gera það við það framboð sem þau kjósa. Kristín segir landskjörstjórn í góðu sambandi við Veðurstofuna og ef veður verði svo slæmt á laugardag að ekki verði hægt að kjósa alls staðar sé heimild til að fresta kosningum í allt að viku. Innlent 26. nóvember 2024 08:56
Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Afnám stimpilgjalds við fasteignakaup, aukin orkuöflun, áframhaldandi innflutningur jarðefnaeldsneytisbíla og samræmt námsmat við lok grunnskólagöngu eru þau mál sem njóta mesta stuðnings þátttakenda í kosningaprófi Viðskiptaráðs í aðdraganda alþingiskosninga. Viðskipti innlent 26. nóvember 2024 08:13
Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Fyrrverandi Miðflokksmaður, sem nú styður oddvita Framsóknar í Suðurkjördæmi af heilum hug, gengst við því að hafa birt færslu á síðu fyrrnefnda flokksins nokkrum vikum eftir brotthvarf hans þaðan. Færslan innihélt opið bréf þar sem forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar sagði oddvita Miðflokksins í Reykjavík suður til syndanna. Innlent 26. nóvember 2024 00:09
Tvær á toppnum Flestir vilja fá formann Samfylkingarinnar sem næsta forsætis- eða fjármálaráðherra þjóðarinnar samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Formaður Viðreisnar er í öðru sæti en tvöfalt fleiri, en í síðustu könnun, telja hana besta kostinn í stól forsætisráðherra. Sífellt færri vilja sjá formenn ríkisstjórnarflokkanna sem næsta leiðtoga ríkisstjórnarinnar. Innlent 25. nóvember 2024 21:01
„Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Kári Stefánsson segir Snorra Másson, oddvita Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður, vera búinn að koma sér út í erfiðar aðstæður. Snorri sé í flokki hverra stefnumál honum mislíkar og eigi erfitt með að horfast í augu við sjálfan sig. Innlent 25. nóvember 2024 18:05
Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Þóra Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Maskínu, boðar dramatískar breytingar í tengslum við Flokk fólksins í næstu könnun. Ekki væri hægt að greina miklar breytingar að öðru leyti í könnunum sem sýndi umturnun á íslensku flokkakerfi. Innlent 25. nóvember 2024 14:49
Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Kosningavika er runninn upp. Landsmenn ganga að kjörborðinu næstkomandi laugardag og kjósa til Alþingis. Innlent 25. nóvember 2024 12:28
Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag þegar spáð er leiðindaveðri um mest allt land sem gæti torveldað flutning atkvæða til talningastaða. Hátt í átján þúsund manns hafa nú þegar kosið utan kjörfundar. Innlent 25. nóvember 2024 11:52
Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Andri Steinn Hilmarsson, starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, gerir athugasemd við frétt Vísis sem hann telur geta alið á misskilningi. Hann segir vert að taka vel utan um hvað má og hvað ekki má í kjörklefanum. Innlent 25. nóvember 2024 11:46
Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Baldvin Jónsson athafnamaður, tengdafaðir Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins, er einn einarðasti stuðningsmaður flokksins. Dagur B. Eggertsson Samfylkingu varaði hann hins vegar við of miklu D-vítamíni. Innlent 25. nóvember 2024 10:31
Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Harðorðar auglýsingar, sem beinast með neikvæðum hætti að Degi B. Eggertssyni frambjóðanda Samfylkingarinnar og fyrrverandi borgarstjóra, hafa verið áberandi í stærstu fjölmiðlum landsins síðustu daga. Maðurinn á bak við auglýsingarnar segist vilja vekja fólk til umhugsunar, enginn ósómi sé í þeim. Hann er sjálfur skráður í Samfylkinguna en ætlar ekki að kjósa flokkinn í komandi kosningum. Innlent 24. nóvember 2024 22:03
Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Frambjóðendur ýmissa flokka stóðu fyrir kosningaveislu eða gleðskap í gærkvöldi í tilefni þess að vika er til alþingiskosninga. Ungir sjálfstæðismenn stóðu fyrir Project XD í Valhöll, Samfylkingin hélt fögnuð fyrir ungt jafnaðarfólk á skemmtistaðnum Hax á meðan Framsókn var í stuði á Bankastræti 5. Lífið 24. nóvember 2024 14:43
Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Vinstrið mun bera sigur úr býtum í komandi kosningum, að mati fráfarandi þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Hann telur að Samfylkingin og Viðreisn muni mynda ríkisstjórn að öllu óbreyttu. Þjóðin þurfi að ákveða hvað hún vilji. Innlent 24. nóvember 2024 12:15
Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Jóhann Friðrik Friðriksson, þingmaður Framsóknarflokksins og frambjóðandi, fékk sér á dögunum húðflúr af íslenskum vöfflum og merki Framsóknarflokksins á handlegginn. Þetta er annað húðflúr þingmannsins. Innlent 24. nóvember 2024 10:35
Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Ný þjóðarhöll fyrir inniíþróttir, nýr knattspyrnuleikvangur og nýr frjálsíþróttaleikvangur eru á meðal þess sem íslensk landslið bíða eftir. Vísir spurði stjórnmálaflokkana sem bjóða fram á landsvísu í komandi Alþingiskosningum út í stefnu þeirra í þessum málum. Sport 24. nóvember 2024 09:30
Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Það er mikið um að vera í íslensku samfélagi um þessar mundir og styttist nú óðfluga í kosningar sem fara fram næstkomandi laugardag, 30. nóvember. Lífið á Vísi tók púlsinn á nokkrum konum í framboði fyrir fjölbreytta flokka og fékk að heyra hvað þær eru að hlusta á þegar þær eiga stund milli stríða. Lífið 24. nóvember 2024 07:00
Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Viðreisn er orðin stærsti flokkurinn í nýrri kosningaspá Metils, en afar mjótt er á munum milli Viðreisnar, Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar, sem skipa annað og þriðja sætið. Gangi spáin eftir næðu Sósíalistar, Vinstri grænir, Píratar og Lýðræðisflokkurinn ekki á þing. Innlent 23. nóvember 2024 22:02
Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, segist ekki treysta Sjálfstæðisflokknum til að fjárfesta í menntakerfinu. Hann segir flokkinn hafa barist gegn fjárveitingum til málaflokksins og lagt til niðurskurð á hverju ári. Innlent 23. nóvember 2024 20:51
Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins hnýtir í Sigurð Inga Jóhannsson, formann Framsóknarflokksins í færslu á Facebook og segir það ekkert nema eðlilegt að þingmenn taki „snúning“ og greiði atkvæði eftir eigin sannfæringu gagnvart málum frá ríkisstjórninni. Hún segir staðhæfingar formannsins miklar ýkjur. Innlent 23. nóvember 2024 16:44
Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Umhverfis- og loftlagsmálin verða rædd á pallborðsfundi í dag þar sem fulltrúar allra flokka munu mæta. Þar munu frambjóðendur ræða stefnumál sín og flokka þeirra og munu Ungir umhverfissinnar mæta með einkunnagjöf Sólarinnar og fjalla um styrkleika, veikleika og stöðu flokkanna í umhverfismálum. Innlent 23. nóvember 2024 13:25
Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Stjórnmálafræðingur segir allt stefna í sögulegar alþingiskosningar. Fjórir flokkar séu í fallbaráttu og margt bendi til þess að Sjálfstæðisflokkurinn gjaldi afhroð á kjördag. Innlent 23. nóvember 2024 12:17